Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 00:04 Mescal hefur um tíð verið bendlaður við hlutverk McCartney, en nú virðist nokkuð ljóst að hann fari með hlutverk í myndunum. EPA Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Mescal hefur um hríð verið bendlaður við hlutverk nafna síns en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir hlutverk sitt í Gladiator II. Stefnt er að því að ein bíómynd verði gerð um hvern og einn Bítil í kvikmyndaröð Mendes. Nýlega greindi Ringo Starr trommuleikari Bítlanna að írski leikarinn Barry Keoghan muni leika hann í myndinni um sig. Í umfjöllun Hollywood Reporter segir að Ridley Scott, leikstjóri Gladiator II, hafi misst það út úr sér á pallborði með leikstjóranum Cristopher Nolan að hann gæti ekki unnið með Mescal í bráð „þökk sé Bítlunum“. Hann hafi ætlað að fá Mescal til að leika í sínu næsta verkefni, en hann gæti þurft að falla frá þeim áætlunum vegna þess að hann sé á leið í annað verkefni, sem tengist Bítlunum. Menningartímaritið Variety hefur eftir tveimur heimildum sem standa nærri framleiðslu myndanna að Mescal muni fara með hlutverk í myndunum, þó enn hafi ekki verið undirritaður samningur. Mescal sagði í viðtali við Entertainment Tonight að það yrði algjör draumur að fá að leika McCartney. Aðspurður hvort hann myndi fara með hlutverkið sagði hann: „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að svara því.“ Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mescal hefur um hríð verið bendlaður við hlutverk nafna síns en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir hlutverk sitt í Gladiator II. Stefnt er að því að ein bíómynd verði gerð um hvern og einn Bítil í kvikmyndaröð Mendes. Nýlega greindi Ringo Starr trommuleikari Bítlanna að írski leikarinn Barry Keoghan muni leika hann í myndinni um sig. Í umfjöllun Hollywood Reporter segir að Ridley Scott, leikstjóri Gladiator II, hafi misst það út úr sér á pallborði með leikstjóranum Cristopher Nolan að hann gæti ekki unnið með Mescal í bráð „þökk sé Bítlunum“. Hann hafi ætlað að fá Mescal til að leika í sínu næsta verkefni, en hann gæti þurft að falla frá þeim áætlunum vegna þess að hann sé á leið í annað verkefni, sem tengist Bítlunum. Menningartímaritið Variety hefur eftir tveimur heimildum sem standa nærri framleiðslu myndanna að Mescal muni fara með hlutverk í myndunum, þó enn hafi ekki verið undirritaður samningur. Mescal sagði í viðtali við Entertainment Tonight að það yrði algjör draumur að fá að leika McCartney. Aðspurður hvort hann myndi fara með hlutverkið sagði hann: „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að svara því.“
Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein