Handbolti

Fjöru­tíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Skogrand og félagar hennar í norska landsliðinu skoruðu fjörutíu mörk í kvöld.
Stine Skogrand og félagar hennar í norska landsliðinu skoruðu fjörutíu mörk í kvöld. Getty/Andrea Kareth

Norska kvennalandsliðið endaði milliriðilinn á stórsigri á Sviss í kvöld.

Svissnesku stelpurnar réðu ekkert við þær norsku sem unnu að lokum með sextán marka mun, 40-24. Noregur var 24-13 yfir í hálfleik.

Noregur vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og svo alla fjóra leikina í milliriðlinum.

Liðið mætir í Ungverjalandi í undanúrslitaleiknum á föstudaginn.

Norska liðið missti marga reynslubolta út úr liðinu eftir að liðið vann Ólympíugull í París í sumar en Þórir Hergeirsson hefur enn á ný sett saman frábært lið.

Það voru allar að spila og margar að skora fyrir norska liðið í kvöld.

Sanna Solberg-Isaksen og Emilie Hovden voru markahæstar með fimm mörk en þær Kari Brattset Dale, Kristine Breistöl, Ingvild Bakkerud og Emilie Hovden og Anniken Obaidli skoruðu allar fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×