Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:31 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar og fagna hér saman sigri gegn AC Milan. Getty/Gabriele Maltinti Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“