Innlent

Eld­gosinu er lokið

Árni Sæberg skrifar
Eldgosið hófst þann 20. nóvember.
Eldgosið hófst þann 20. nóvember. Vísir/Vilhelm

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg.

Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að síðast hafi sést glóð í gígnum á vefmyndavélum að morgni 8. desember. Eldgosið hafi hafist að kvöldi 20. nóvember og staðið yfir í 18 daga. Það hafi verið annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá desember 2023.

Eins og áður hafi verið greint frá sé landris hafið á ný og það hafi haldið áfram síðustu daga. Þetta bendi til þess að kvikusöfnun undir Svartsengissvæðinu sé hafin á ný.


Tengdar fréttir

Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið

Veðurstofan bíður nú færis til að geta kannað með drónaflugi hvort að eldgosinu sé lokið. Flogið verður með dróna yfir svæðið í dag til að staðfesta.

Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi

Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×