Innlent

Kanna með dróna hvort eld­gosinu sé lokið

Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Eldgosið hefur staðið í nokkrar vikur en er nú að öllum líkindum lokið.
Eldgosið hefur staðið í nokkrar vikur en er nú að öllum líkindum lokið. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan bíður nú færis til að geta kannað með drónaflugi hvort að eldgosinu sé lokið. Flogið verður með dróna yfir svæðið í dag til að staðfesta.

„Undanfarinn sólarhring hefur verið mjög slæmt veður sem hefur áhrif á óróamælingar og mjög mikil áhrif á skyggni,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir að í gærmorgun hafi enn verið virkni í eldgosinu en að það sé nú verið að bíða eftir því að geta flogið dróna yfir til að staðfesta hvort það sé virkni eða ekki.

„Ef hún er þá er hún mjög lítil. Það gæti alveg verið dautt en við þurfum að fá staðfestingu á því með drónaflugi,“ segir Jóhanna Malen og að stefnt sé á drónaflug um hádegisbil í dag.

Eldgosið hófst um klukkan 23.14 þann 20. nóvember. Virkni hefur farið minnkaði síðustu daga, allt frá því fyrir helgi og landris hafið að nýju í Svartsengi. 


Tengdar fréttir

Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi

Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga.

Mögu­legt að dregið hafi úr óróa

Stöðug virkni var í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni í nótt. Mögulega hefur gosórói farið lækkandi síðustu sólarhringa.

Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur

Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×