Lífið

Sandra heitir ekki Barilli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sandra kom fram fyrir hönd Fram í Kviss.
Sandra kom fram fyrir hönd Fram í Kviss.

Í fyrri undanúrslitaviðureigninni í Kviss mættust Fram og Þróttur í hörku viðureign. Í liði Þróttar mættu sem fyrr til leiks þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Vigdís Hafliðadóttir.

Hjá Fram Rúnar Freyr Gíslason og Sandra Barilli.

En eins og svo oft í þáttunum komu fram skemmtilegar upplýsingar um keppendur eins og að Sandra oft þekkt sem Barilli heitir í raun ekki því nafni.

Í þættinum kom í ljós að Sandra hafi verið skiptinemi á Ítalíu í menntaskóla og eftir heimkomu í raun óvart tekið upp eftirnafn fjölskyldunnar sem hún dvaldi hjá þar, Barilli.

Sandra er í raun Gísladóttir. Ástæðan er sú að þegar Sandra skráði sig á Myspace á sínum tíma var mælt með því við hana að notast ekki við hennar raunverulega nafn. Því fannst henni sniðugt að nota Barilli nafnið sem hefur fest við hana síðan.

Hér að neðan má sjá þegar Sandra segir frá þessu í síðasta þætti af Kviss. Þeir sem vilja sjá hvaða lið fór alla leið í úrslit Kviss geta horft á þáttinn á Stöð 2+.

Klippa: Sandra heitir ekki Barilli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.