Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2024 23:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn. Frumvarpsdrögin voru sett í samráðsgátt í upphafi nóvembermánaðar. Vísir/Vilhelm Fjöldi deilda innan Háskóla Íslands mótmælir fyrirhuguðum breytingum á gjaldtöku á nemendur í háskólanum sem eru frá löndum utan EES. Þau segja gjaldtökuna mismuna á grundvelli efnahags, þjóðernis og uppruna. Nemendum muni fækka og einstaka deildir líða fyrir fækkunina. Þá muni efling íslensku og íslenskukennslu líða mest fyrir breytinguna. „Deildarfundur Íslensku- og menningardeildar varar mjög við áformum um skólagjöld fyrir nemendur utan EES,” segir í yfirlýsingu frá deildinni. Þar kemur einnig fram að margir þessara nemenda, sem frumvarpið á við, stundi nám við deildina, ekki síst í alþjóðlegu meistaranámi í miðaldafræðum og norrænu meistaranámi í víkinga- og miðaldafræðum. Því til viðbótar séu um 700 nemendur á stærstu námsbraut Háskóla Íslands, Íslensku sem öðru máli, þar sem boðið er upp á grunndiplómu í íslensku sem öðru máli og einnig hefðbundið BA-nám á því sviði. Helmingur nemenda í þessu námi sé frá löndum utan EES. Nemendur utan EES eru sagðir í einni umsögninni ómetanleg viðbót við nemendaflóru háskólans.Vísir/Vilhelm Eina sem tryggir íslenskufærni starfsfólk Landspítala Þá séu einnig tugir heilbrigðismenntaðra nemenda sem komi á hverju ári í íslensku sem annað mál og hefja hlutastarf á heilbrigðisstofnun samhliða því námi. „Eftir eins til tveggja ára nám fara margir í fullt starf á heilbrigðisstofnunum. Ekki verður séð að þessi hópur komi áfram til landsins í sama mæli eftir þessari leið verði skólagjöld tekin upp. Landspítalinn hefur sagt íslenskunám við HÍ eina námið sem tryggir góða íslenskufærni starfsfólks,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni. Tilefni yfirlýsingarinnar eru drög að frumvarpi um skólagjöld fyrir nemendur utan EES sem nú er í samráðsgátt. Frumvarpið er frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og er í samráði þar til á föstudag. Á vef samráðsgáttarinnar má sjá að sjö eru búnir að skila inn umsögnum. Þar lýsa fleiri yfir áhyggjum af frumvarpinu og mögulegum áhrifum þess. Frumvarpið var rætt á ríkisstjórnarfundi í sumar og fjallað um það í fjölmiðlum. Ekki forsvaranleg nýting á sameiginlegum sjóðum Þá sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í samtali við RÚV að ekki væri forsvaranlegt að nýta sameiginlega sjóði til að greiða niður háskólanám fyrir þennan hóp nemenda. Þar kom einnig fram að háskólunum yrði í sjálfsvald sett hversu há skólagjöldin yrðu en í frumvarpsdrögunum segir að gjaldtakan eigi að „standi undir kennslu, rannsóknum og öðrum verkefnum“. Gert er ráð fyrir að frumvarpið taki gildi næsta sumar, 1. júlí og myndi því gilda um næsta skólaár. Gangi gegn markmiðum um inngildingu Í yfirlýsingu Íslensku- og menningardeildar segir einnig að ítrekað hafi verið „hamrað á því“ af hálfu íslenskra stjórnvalda að styðja eigi betur við íslenskukennslu þeirra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. „…en þetta frumvarp gengur beinlínis þvert á það og græfi undan einu háskóladeildinni í heiminum sem kennir íslensku sem annað mál til háskólagráðu. Það yrði mikið högg fyrir deildina og viðgang íslenskunnar hér á landi.“ Þá segir að í hugleiðingar í greinargerð bendi til þess að ætlun stjórnvalda sé að einkavæða þessa kennslu utan háskólans. Það væri misráðið. Þá segir að doktorsnám í háskólanum yrði sömuleiðis fyrir höggi þar sem hátt hlutfall alþjóðlegra doktorsnema sé frá löndum utan EES. Lagasetningin hefði þannig neikvæð áhrif á rannsóknir og þróun innan skólans. „…og hætt er við að þetta fyrirkomulag myndi skaða bæði orðspor og samkeppnishæfni skólans á alþjóðavettvangi.“ Þá segir að lokum að það alvarlegast við þessi áform sé að með því að fella niður fjárframlög til þessara nemenda verði töluverður niðurskurður til skólans sem muni hafa mest áhrif á Íslensku- og menningardeildina. Þá er einnig gerð athugasemd við það að frumvarpið sé lagt fram af ráðherra í starfsstjórn. Nemendum utan EES fækkaði eftir að gjaldtaka var tekin upp í Danmörku.Vísir/Vilhelm Gangi gegn stefnu um eflingu íslenskunnar „Þetta frumvarp, ef að lögum verður, mun einungis verða til tjóns í háskólakerfinu og getur varla samrýmst stefnu stjórnvalda um eflingu íslenskukennslu og íslenskunnar almennt,“ segir að lokum en undir yfirlýsinguna skrifar Gauti Kristmannsson, deildarforseti. Aðrir sem hafa skrifað umsagnir um frumvarpsdrögin eru til dæmis Helga Ögmundsdóttir námsbrautarformaður í mannfræðideild. Þar segir að þessir nemendur séu „ómetanleg viðbót“ við námsbrautina fyrir bæði kennara og nemendur. „Þeir bæta við þá fjölbreytni sem mannfræðin og hnattrænu fræðin fjalla um í rannsóknum og kennslu og vera þeirra í námskeiðum gerir þeim það mögulegt að deila með öðrun nemendum og kennurum reynslu og nálgun sem ekki væri hægt að fá á annan hátt. Á móti njóta þau þess sem íslenskir og evrópskir nemendur hafa fram að færa, svo úr verður frjó og gefandi umræða og samvera sem verður sífellt mikilvægari í heimi sem sér of mikið af átökum og fordómum,“ segir Helga. Þá segir að þau hafi áhyggjur af því að þetta muni mismuna nemendum á grundvelli efnahags, á grundvelli uppruna og þjóðernis. „Það er nokkuð sem Háskóli Íslands ætti ekki að vera bendlaður við í heimi þar sem pólariseringu og fordómum vex því miður fiskur um hrygg.“ Fækkaði og fjölgaði svo aftur Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem ekki innheimti skólagjöld af nemendum utan EES. Fjallað er um þetta í umsögn Rannís. Þar er bent á að í hinum Norðurlöndunum hafi gjaldtakan haft víðtæk áhrif. Nemendum hafi fækkað í fyrstu, en svo aftur fjölgað. Nemendasamsetningin sé hins vegar mjög breytt. Nú séu til dæmis nemendur utan EES aðeins um tuttugu prósent í Danmörku en voru um 40 prósent fyrir breytingu. „Samsetning hópsins skiptir máli fyrir fjölbreytileika háskólasamfélagsins og gæði í háskólastarfi, og því sýnir dæmið frá Danmörku vel hversu mikilvægt er að stíga varlega til jarðar og rýna vandlega hvaða afleiðingar gjaldheimta fyrir ákveðna nemendahópa getur haft á samsetningu hópsins í heild,“ segir í umsögn Rannís. Fámennur hópur Í umsögn deildar faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands segir að rök í greinargerð ráðherra um betri nýtingu á opinberu fjármagni séu ekki sannfærandi með hliðsjón af því að um sé að ræða fámennan hóp. „Fyrirætlun í frumvarpsdrögum snýr að því að ekki verði reiknað með þessum nemendum í nýju fjármögnunarlíkani skólans og það má leiða líkum að því að fjárhagslegum grundvelli verði kippt undan starfsemi tiltekinna eininga. Við það að setja á skólagjöld er augljóst að nemendum mun fækka á þessum námsleiðum og því munu innheimt skólagjöld ekki vinna þarna á móti, þó þau rynnu óskipt á þær einingar sem nemendur stunda nám við. Frumvarpið mun því að líkindum hafa mikil áhrif á fjárhag og rekstur tiltekinna eininga innan skólans meira en annarra og mikilvægt að einhver greining á þeim forsendum hafi farið fram áður en breytingar eru gerðar,“ segir í umsögninni. Einhverjir hafa áhyggjur af því að í ákveðnum einingum eða deildum muni fækka verulega og það hafa slæm fjárhagsleg áhrif.Vísir/Vilhelm Hafi neikvæð áhrif á aðsókn Í umsögn námsbrautar í fornleifafræði segir að þau leggist alfarið gegn frumvarpinu. „Verði skólagjöld tekin upp fyrir nemendur utan EES mun það hafa neikvæð áhrif á aðsókn í framhaldsnám í fornleifafræði og veikja stöðu íslenskrar fornleifafræði almennt. Eins og staðið er að háskólamenntun á Íslandi þá er hún ekki samkeppnisfær við önnur lönd. Það er tálsýn sem kemur fram í kynningu á málinu að innleiðing skólagjalda geti „leitt til þess að íslenskir háskólar verði eftirsóknarverðari kostur fyrir efnilega nemendur þar sem aukin samkeppnishæfni háskólanna í alþjóðlegum samanburði sem og bætt fjármögnun gerir þeim kleift að auka gæði og umfang námsins.““ Þá segir að eina afleiðing skólagjaldanna verði sú að umsóknir muni dragast saman. „Námsbraut í fornleifafræði hvetur eindregið til þess að þetta mál fái ekki frekari framgang. I því felast engar umbætur en mikil afturför.“ Í umsögn Deildar menntunar og margbreytileika við Menntavísindasvið segir að ef markmið ráðuneytisins sé að háskólar á Íslandi gangi í takt við háskóla á öðrum Norðurlöndum væri „miklu brýnna er að leiðrétta þá skekkju sem felst í stórlegri vanfjármögnun en að hætta að greiða fyrir lítinn hluta erlendra nemenda.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Háskólar Skóla- og menntamál Evrópusambandið Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Deildarfundur Íslensku- og menningardeildar varar mjög við áformum um skólagjöld fyrir nemendur utan EES,” segir í yfirlýsingu frá deildinni. Þar kemur einnig fram að margir þessara nemenda, sem frumvarpið á við, stundi nám við deildina, ekki síst í alþjóðlegu meistaranámi í miðaldafræðum og norrænu meistaranámi í víkinga- og miðaldafræðum. Því til viðbótar séu um 700 nemendur á stærstu námsbraut Háskóla Íslands, Íslensku sem öðru máli, þar sem boðið er upp á grunndiplómu í íslensku sem öðru máli og einnig hefðbundið BA-nám á því sviði. Helmingur nemenda í þessu námi sé frá löndum utan EES. Nemendur utan EES eru sagðir í einni umsögninni ómetanleg viðbót við nemendaflóru háskólans.Vísir/Vilhelm Eina sem tryggir íslenskufærni starfsfólk Landspítala Þá séu einnig tugir heilbrigðismenntaðra nemenda sem komi á hverju ári í íslensku sem annað mál og hefja hlutastarf á heilbrigðisstofnun samhliða því námi. „Eftir eins til tveggja ára nám fara margir í fullt starf á heilbrigðisstofnunum. Ekki verður séð að þessi hópur komi áfram til landsins í sama mæli eftir þessari leið verði skólagjöld tekin upp. Landspítalinn hefur sagt íslenskunám við HÍ eina námið sem tryggir góða íslenskufærni starfsfólks,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni. Tilefni yfirlýsingarinnar eru drög að frumvarpi um skólagjöld fyrir nemendur utan EES sem nú er í samráðsgátt. Frumvarpið er frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og er í samráði þar til á föstudag. Á vef samráðsgáttarinnar má sjá að sjö eru búnir að skila inn umsögnum. Þar lýsa fleiri yfir áhyggjum af frumvarpinu og mögulegum áhrifum þess. Frumvarpið var rætt á ríkisstjórnarfundi í sumar og fjallað um það í fjölmiðlum. Ekki forsvaranleg nýting á sameiginlegum sjóðum Þá sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í samtali við RÚV að ekki væri forsvaranlegt að nýta sameiginlega sjóði til að greiða niður háskólanám fyrir þennan hóp nemenda. Þar kom einnig fram að háskólunum yrði í sjálfsvald sett hversu há skólagjöldin yrðu en í frumvarpsdrögunum segir að gjaldtakan eigi að „standi undir kennslu, rannsóknum og öðrum verkefnum“. Gert er ráð fyrir að frumvarpið taki gildi næsta sumar, 1. júlí og myndi því gilda um næsta skólaár. Gangi gegn markmiðum um inngildingu Í yfirlýsingu Íslensku- og menningardeildar segir einnig að ítrekað hafi verið „hamrað á því“ af hálfu íslenskra stjórnvalda að styðja eigi betur við íslenskukennslu þeirra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. „…en þetta frumvarp gengur beinlínis þvert á það og græfi undan einu háskóladeildinni í heiminum sem kennir íslensku sem annað mál til háskólagráðu. Það yrði mikið högg fyrir deildina og viðgang íslenskunnar hér á landi.“ Þá segir að í hugleiðingar í greinargerð bendi til þess að ætlun stjórnvalda sé að einkavæða þessa kennslu utan háskólans. Það væri misráðið. Þá segir að doktorsnám í háskólanum yrði sömuleiðis fyrir höggi þar sem hátt hlutfall alþjóðlegra doktorsnema sé frá löndum utan EES. Lagasetningin hefði þannig neikvæð áhrif á rannsóknir og þróun innan skólans. „…og hætt er við að þetta fyrirkomulag myndi skaða bæði orðspor og samkeppnishæfni skólans á alþjóðavettvangi.“ Þá segir að lokum að það alvarlegast við þessi áform sé að með því að fella niður fjárframlög til þessara nemenda verði töluverður niðurskurður til skólans sem muni hafa mest áhrif á Íslensku- og menningardeildina. Þá er einnig gerð athugasemd við það að frumvarpið sé lagt fram af ráðherra í starfsstjórn. Nemendum utan EES fækkaði eftir að gjaldtaka var tekin upp í Danmörku.Vísir/Vilhelm Gangi gegn stefnu um eflingu íslenskunnar „Þetta frumvarp, ef að lögum verður, mun einungis verða til tjóns í háskólakerfinu og getur varla samrýmst stefnu stjórnvalda um eflingu íslenskukennslu og íslenskunnar almennt,“ segir að lokum en undir yfirlýsinguna skrifar Gauti Kristmannsson, deildarforseti. Aðrir sem hafa skrifað umsagnir um frumvarpsdrögin eru til dæmis Helga Ögmundsdóttir námsbrautarformaður í mannfræðideild. Þar segir að þessir nemendur séu „ómetanleg viðbót“ við námsbrautina fyrir bæði kennara og nemendur. „Þeir bæta við þá fjölbreytni sem mannfræðin og hnattrænu fræðin fjalla um í rannsóknum og kennslu og vera þeirra í námskeiðum gerir þeim það mögulegt að deila með öðrun nemendum og kennurum reynslu og nálgun sem ekki væri hægt að fá á annan hátt. Á móti njóta þau þess sem íslenskir og evrópskir nemendur hafa fram að færa, svo úr verður frjó og gefandi umræða og samvera sem verður sífellt mikilvægari í heimi sem sér of mikið af átökum og fordómum,“ segir Helga. Þá segir að þau hafi áhyggjur af því að þetta muni mismuna nemendum á grundvelli efnahags, á grundvelli uppruna og þjóðernis. „Það er nokkuð sem Háskóli Íslands ætti ekki að vera bendlaður við í heimi þar sem pólariseringu og fordómum vex því miður fiskur um hrygg.“ Fækkaði og fjölgaði svo aftur Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem ekki innheimti skólagjöld af nemendum utan EES. Fjallað er um þetta í umsögn Rannís. Þar er bent á að í hinum Norðurlöndunum hafi gjaldtakan haft víðtæk áhrif. Nemendum hafi fækkað í fyrstu, en svo aftur fjölgað. Nemendasamsetningin sé hins vegar mjög breytt. Nú séu til dæmis nemendur utan EES aðeins um tuttugu prósent í Danmörku en voru um 40 prósent fyrir breytingu. „Samsetning hópsins skiptir máli fyrir fjölbreytileika háskólasamfélagsins og gæði í háskólastarfi, og því sýnir dæmið frá Danmörku vel hversu mikilvægt er að stíga varlega til jarðar og rýna vandlega hvaða afleiðingar gjaldheimta fyrir ákveðna nemendahópa getur haft á samsetningu hópsins í heild,“ segir í umsögn Rannís. Fámennur hópur Í umsögn deildar faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands segir að rök í greinargerð ráðherra um betri nýtingu á opinberu fjármagni séu ekki sannfærandi með hliðsjón af því að um sé að ræða fámennan hóp. „Fyrirætlun í frumvarpsdrögum snýr að því að ekki verði reiknað með þessum nemendum í nýju fjármögnunarlíkani skólans og það má leiða líkum að því að fjárhagslegum grundvelli verði kippt undan starfsemi tiltekinna eininga. Við það að setja á skólagjöld er augljóst að nemendum mun fækka á þessum námsleiðum og því munu innheimt skólagjöld ekki vinna þarna á móti, þó þau rynnu óskipt á þær einingar sem nemendur stunda nám við. Frumvarpið mun því að líkindum hafa mikil áhrif á fjárhag og rekstur tiltekinna eininga innan skólans meira en annarra og mikilvægt að einhver greining á þeim forsendum hafi farið fram áður en breytingar eru gerðar,“ segir í umsögninni. Einhverjir hafa áhyggjur af því að í ákveðnum einingum eða deildum muni fækka verulega og það hafa slæm fjárhagsleg áhrif.Vísir/Vilhelm Hafi neikvæð áhrif á aðsókn Í umsögn námsbrautar í fornleifafræði segir að þau leggist alfarið gegn frumvarpinu. „Verði skólagjöld tekin upp fyrir nemendur utan EES mun það hafa neikvæð áhrif á aðsókn í framhaldsnám í fornleifafræði og veikja stöðu íslenskrar fornleifafræði almennt. Eins og staðið er að háskólamenntun á Íslandi þá er hún ekki samkeppnisfær við önnur lönd. Það er tálsýn sem kemur fram í kynningu á málinu að innleiðing skólagjalda geti „leitt til þess að íslenskir háskólar verði eftirsóknarverðari kostur fyrir efnilega nemendur þar sem aukin samkeppnishæfni háskólanna í alþjóðlegum samanburði sem og bætt fjármögnun gerir þeim kleift að auka gæði og umfang námsins.““ Þá segir að eina afleiðing skólagjaldanna verði sú að umsóknir muni dragast saman. „Námsbraut í fornleifafræði hvetur eindregið til þess að þetta mál fái ekki frekari framgang. I því felast engar umbætur en mikil afturför.“ Í umsögn Deildar menntunar og margbreytileika við Menntavísindasvið segir að ef markmið ráðuneytisins sé að háskólar á Íslandi gangi í takt við háskóla á öðrum Norðurlöndum væri „miklu brýnna er að leiðrétta þá skekkju sem felst í stórlegri vanfjármögnun en að hætta að greiða fyrir lítinn hluta erlendra nemenda.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Háskólar Skóla- og menntamál Evrópusambandið Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira