Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 2. desember 2024 15:02 Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á kosningavöku þá sendi ég Ingu Sæland að hún væri að fara í ríkisstjórn. Ég sá Ingu Sæland og Flokk fólksins í ríkisstjórn fyrir kosningar. Og ef ekki núna kæru þingkonur og sigurvegarar: Hvenær þá? Grípið þetta gullsins tækifæri og gerið Ísland frábært aftur! Þið hafið núna í höndunum í sameiningu máttinn til að gera stórkostlega hluti fyrir Ísland og það verður ekki gert með gömlu flokkunum. Enda eru skilaboð þjóðarinnar mjög skýr. Við viljum ykkur! Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins er eina rétta útkoman fyrir stjórnarmyndun og það sem þjóðin er að biðja um. Ef það yrði einhver önnur stjórnarmyndun þá eru þessir flokkar í raun að svíkja þjóðina og ekki standa við loforð sín í kosningabaráttunni með þeim gildum og viðhorfum sem þessir flokkar segjast hafa. Og fólk mun muna það eftir fjögur ár og þessir flokkar fá þá skellinn í þeim kosningum eins og Vinstri grænir núna og við fáum aftur lélega hægri stjórn og mjög grátt Ísland. Það er komin tími til að kveðja fortíðina, horfa til framtíðar og gera Ísland aftur að því velferðarríki sem það var og byrja að þrífa, taka til og endurbyggja. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Tími kvenna er komin í stjórnmálum og Íslendingar hafa mikla trú á ykkur. Við erum með konu sem forseta og þjóðin hefur talað og sagt okkur hvernig hún vill að alþingi sé næstu fjögur árin. Við erum með þrjá stórkostlega formenn þessa mögnuðu flokka: Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland formann Fólk fólksins. Þetta eru allar þrjár magnaðar konur með sterkan vilja og sterka réttlætiskennd til að gera Ísland gott aftur og laga það sem laga þarf í þjóðfélaginu. Ég trúi svo sterkt að þessar frábæru konur geti í sameiningu eftir viðræður sín á milli farið í ríkisstjórn með sína flokka og ágætu þingmenn og gert Ísland aftur að velferðarríki og lagað heilbrigðiskerfið, húsnæðismálin, verðbólguna, vextina, lagt meiri pening og úrræði til Sjúkrahússins Vogs og með því bjargað mörgum mannslífum svo bara fátt sé nefnt. Fólkið hefur talað og þetta er það sem meirihluti Íslendinga er að biðja um eins og sést greinilega mjög skýrt. Samfylkinguna, Viðreisn og Flokk fólksins saman í eina stjórn. Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin hefur pálmann í höndunum og gríðarlegur sigur hjá Flokki fólksins og Viðreisn. Þetta er hreint með ólíkindum og þessar kosningar verða skrifaðar í stein sem upphafið af Íslandi sem einu besta landi aftur í heiminum! Til hamingju Ísland! Og til hamingju Íslendingar með nýja og betri tíma! Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á kosningavöku þá sendi ég Ingu Sæland að hún væri að fara í ríkisstjórn. Ég sá Ingu Sæland og Flokk fólksins í ríkisstjórn fyrir kosningar. Og ef ekki núna kæru þingkonur og sigurvegarar: Hvenær þá? Grípið þetta gullsins tækifæri og gerið Ísland frábært aftur! Þið hafið núna í höndunum í sameiningu máttinn til að gera stórkostlega hluti fyrir Ísland og það verður ekki gert með gömlu flokkunum. Enda eru skilaboð þjóðarinnar mjög skýr. Við viljum ykkur! Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins er eina rétta útkoman fyrir stjórnarmyndun og það sem þjóðin er að biðja um. Ef það yrði einhver önnur stjórnarmyndun þá eru þessir flokkar í raun að svíkja þjóðina og ekki standa við loforð sín í kosningabaráttunni með þeim gildum og viðhorfum sem þessir flokkar segjast hafa. Og fólk mun muna það eftir fjögur ár og þessir flokkar fá þá skellinn í þeim kosningum eins og Vinstri grænir núna og við fáum aftur lélega hægri stjórn og mjög grátt Ísland. Það er komin tími til að kveðja fortíðina, horfa til framtíðar og gera Ísland aftur að því velferðarríki sem það var og byrja að þrífa, taka til og endurbyggja. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Tími kvenna er komin í stjórnmálum og Íslendingar hafa mikla trú á ykkur. Við erum með konu sem forseta og þjóðin hefur talað og sagt okkur hvernig hún vill að alþingi sé næstu fjögur árin. Við erum með þrjá stórkostlega formenn þessa mögnuðu flokka: Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland formann Fólk fólksins. Þetta eru allar þrjár magnaðar konur með sterkan vilja og sterka réttlætiskennd til að gera Ísland gott aftur og laga það sem laga þarf í þjóðfélaginu. Ég trúi svo sterkt að þessar frábæru konur geti í sameiningu eftir viðræður sín á milli farið í ríkisstjórn með sína flokka og ágætu þingmenn og gert Ísland aftur að velferðarríki og lagað heilbrigðiskerfið, húsnæðismálin, verðbólguna, vextina, lagt meiri pening og úrræði til Sjúkrahússins Vogs og með því bjargað mörgum mannslífum svo bara fátt sé nefnt. Fólkið hefur talað og þetta er það sem meirihluti Íslendinga er að biðja um eins og sést greinilega mjög skýrt. Samfylkinguna, Viðreisn og Flokk fólksins saman í eina stjórn. Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin hefur pálmann í höndunum og gríðarlegur sigur hjá Flokki fólksins og Viðreisn. Þetta er hreint með ólíkindum og þessar kosningar verða skrifaðar í stein sem upphafið af Íslandi sem einu besta landi aftur í heiminum! Til hamingju Ísland! Og til hamingju Íslendingar með nýja og betri tíma! Höfundur er eilífðarstúdent.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun