Gunnars loksins selt Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 12:04 Guðbjörg Matthíasdóttir verður að óbreyttu nýr eigandi Gunnars ehf.. Vísir Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Frá þessu greinir Morgunblaðið með vísan í tilkynningu frá Myllunni-Ora, sem hefur ekki borist Vísi. Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Theodórssyni, forstjóra félagsins, að í kaupunum felist tækifæri. „Umhverfi íslenskrar matvælaframleiðslu er krefjandi en með þessum kaupum getum við styrkt rekstur Myllunnar-Ora og þannig treyst mikilvægan grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu.“ Hefur áður reynt að selja félagið Gunnars ehf. er í fullri eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur en hún tók yfir rekstur þess í kjölfar gjaldþrots Gunnars Majoness hf. árið 2014. Það félag var stofnað árið 1960. Hún hefur undanfarin ár verið með félagið til sölu og árið 2022 náðist samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á félaginu. Þau kaup voru aftur á móti ógilt af Samkeppniseftirlitinu með vísan til þess að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Talsverða athygli vakti á sínum tíma hversu langan tíma það tók Samkeppniseftirlitið að komast að niðurstöðu um að stöðva samrunann og hversu ítarleg ákvörðunin var, heilar 130 blaðsíður. Meðal þess sem fram kom í ákvörðuninni var ítarleg greining á því hvað telst til kaldra sósa. Þakkar starfsfólkinu Meðal þeirra sem gagnrýndu málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins var Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem sá um söluna fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Í tilkynningu nú færir hann starfsfólki Gunnars ehf. þakkir fyrir stuðning og traust í gegnum árin fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Samkeppnismál Matur Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið með vísan í tilkynningu frá Myllunni-Ora, sem hefur ekki borist Vísi. Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Theodórssyni, forstjóra félagsins, að í kaupunum felist tækifæri. „Umhverfi íslenskrar matvælaframleiðslu er krefjandi en með þessum kaupum getum við styrkt rekstur Myllunnar-Ora og þannig treyst mikilvægan grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu.“ Hefur áður reynt að selja félagið Gunnars ehf. er í fullri eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur en hún tók yfir rekstur þess í kjölfar gjaldþrots Gunnars Majoness hf. árið 2014. Það félag var stofnað árið 1960. Hún hefur undanfarin ár verið með félagið til sölu og árið 2022 náðist samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á félaginu. Þau kaup voru aftur á móti ógilt af Samkeppniseftirlitinu með vísan til þess að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Talsverða athygli vakti á sínum tíma hversu langan tíma það tók Samkeppniseftirlitið að komast að niðurstöðu um að stöðva samrunann og hversu ítarleg ákvörðunin var, heilar 130 blaðsíður. Meðal þess sem fram kom í ákvörðuninni var ítarleg greining á því hvað telst til kaldra sósa. Þakkar starfsfólkinu Meðal þeirra sem gagnrýndu málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins var Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem sá um söluna fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Í tilkynningu nú færir hann starfsfólki Gunnars ehf. þakkir fyrir stuðning og traust í gegnum árin fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar.
Samkeppnismál Matur Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44
Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10