„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2024 19:45 Björn Leví og Willum Þór verða ekki þingmenn á nýju kjörtímabili. Vísir Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira