Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 10:37 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er himinlifandi yfir niðurstöðunum. Vísir/Arnar Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist orðlaus yfir sigri flokksins í kjördæminu. Hún segir baráttu flokksins með þeim sem verst eru staddir og gegn óréttlæti hafa skilað þeim góðum árangri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira