„Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Magnús Jochum Pálsson, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 21:14 Bergþóra Kristinsdóttir hjá Vegagerðinni og Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, vinna báðar að undirbúningi morgundagsins. Þær ráða hins vegar ekki yfir veðrinu. Stöð 2 Yfirkjörstjórnir landsins vinna nú að því að gera allt klárt fyrir kosningar á morgun en veður gæti sett strik í reikninginn. Vegagerðin hefur ráðið fleiri verktaka og fjölgað tækjum. Ef ekki tekst að opna alla kjörstað þarf að fresta talningu. Staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir að 42.500 hefðu þegar greitt utankjörfundar á landinu öllu og þar af rétt tæplega 25 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin frá síðustu kosningum kemur hlutfallslega utan af landi enda mest hætta á vondu veðri þar á morgun. Fréttastofa ræddi við Kristínu Edwald, formann yfirkjörstjórnar, um kosningarnar á morgun og veðurspána. Hvernig metur þú stöðuna fyrir morgundaginn? „Ég meta hana bara vel. Það er allt tilbúið og öll skipulagning hefur gengið vel. Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn,“ sagði Kristín. Hvað gerist ef það þarf að fresta kjörfundi einhvers staðar? „Það mun hafa þau áhrif að það verður ekki hægt að byrja að telja neins staðar fyrr en þeim kjörfundi er lokið. Það mun hafa áhrif á það hvenær niðurstöður kosninganna liggja fyrir,“ sagði Kristín. Áttu von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið en verði kannski lokað fyrr? Hvenær mun þetta liggja fyrir? „Ég á von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið og síðan verður bara að taka stöðuna. Heimafólk lítur til veðurs og þetta verður metið eftir því sem fram líður degi. Ef það þyrfti að taka slíka ákvörðun, sem liggur alls ekki fyrir, þá yrði það gert sem fyrst,“ sagði hún. Gætu þurft að fresta talningu Fréttastofa tók einnig stöðuna á undirbúningi í Ráðhúsinu í morgun og ræddi þar við Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar. Þar var allt á fullu. Reykvíkingar eru bjartsýnir þó veðrið eigi að vera vont fyrir austan.Stöð 2 „Hér verður eitthvað af fólki að vinna fram á nótt við að yfirfara þessi utankjörfundaratkvæði sem þurfa að komast á sína kjörstaði í fyrramálið. En svona helmingur okkar fer heim upp úr 18-20, það er að segja við sem ætlum að mæta snemma í fyrramálið,“ sagði Helga, Það er ekki útlit fyrir gott veður víða um landið en ertu ekki bjartsýn á að þetta fari allt samkvæmt áætlun hér í Reykjavík? „Jú, vetrarþjónustan okkar hefur verið að fylgjast mjög vel með og þau eru með bakvakt en gera ekki ráð fyrir að þurfa að gera mikið meira en að moka og salta smá. Þau eru tilbúin í slaginn og viðbúin. En við þurfum að fylgjast mjög vel með vegna þess að við gætum þurft að fresta talningu ef það tekst ekki að opna kjörstaði um allt land. Þannig nú erum við að vinna í plan b og jafnvel c,“ sagði hún. Mjög erfitt að tryggja nokkuð Vegagerðin hefur líka verið á fullu undanfarna daga við að undirbúa kjördag. Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld og gilda allt fram á sunnudag. Það gæti haft veruleg áhrif vegna fannfergis og vonds veðurs. Fréttastofa ræddi við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Þið hafið undirbúið þetta vel? „Við erum búin að vera síðustu daga að vakta veðrið og reyna að búa okkur undir hvað sem er,“ sagði Bergþóra. Hvað ætlið þið að gera til að tryggja að fólk komist á kjörstað á morgun? „Fyrir það fyrsta verður mjög erfitt að geta tryggt eitthvað en við munum leggja okkur öll fram við að gera hvað við getum til þess að hægt verði að halda kjörfundi og sjá til þess að allir komist á kjörstað á morgun,“ sagði hún. Mjöll geti valdið skafrenningi og blindu Bergþóra segir Vegagerðina fyrst og fremst hafa verið að bæta við sig mannskap. Búið sé að semja fleiri verktaka og undirbúa fleiri tæki til að vera á vaktinni ef færðin verður erfið. „Það kemur hríð í kvöld og nótt yfir með fannfergi og svo verður hvasst. Það er mikil mjöll um allt land sem mun geta valdið skafrenningi og blindu. Þannig við erum að búa okkur undir ýmislegt,“ sagði hún. Vegagerðin verður með fleiri verktaka og fleiri tæki fyrir austan vegna veðurspárinnar. „Við erum búin að skipuleggja hvar við byrjum og hvar má búast við á hverjum tíma hvar ástandið verði verst. Það er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi síðustu daga,“ sagði Begþóra. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Veður Vegagerð Tengdar fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir að 42.500 hefðu þegar greitt utankjörfundar á landinu öllu og þar af rétt tæplega 25 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin frá síðustu kosningum kemur hlutfallslega utan af landi enda mest hætta á vondu veðri þar á morgun. Fréttastofa ræddi við Kristínu Edwald, formann yfirkjörstjórnar, um kosningarnar á morgun og veðurspána. Hvernig metur þú stöðuna fyrir morgundaginn? „Ég meta hana bara vel. Það er allt tilbúið og öll skipulagning hefur gengið vel. Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn,“ sagði Kristín. Hvað gerist ef það þarf að fresta kjörfundi einhvers staðar? „Það mun hafa þau áhrif að það verður ekki hægt að byrja að telja neins staðar fyrr en þeim kjörfundi er lokið. Það mun hafa áhrif á það hvenær niðurstöður kosninganna liggja fyrir,“ sagði Kristín. Áttu von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið en verði kannski lokað fyrr? Hvenær mun þetta liggja fyrir? „Ég á von á því að allir kjörstaðir muni opna í fyrramálið og síðan verður bara að taka stöðuna. Heimafólk lítur til veðurs og þetta verður metið eftir því sem fram líður degi. Ef það þyrfti að taka slíka ákvörðun, sem liggur alls ekki fyrir, þá yrði það gert sem fyrst,“ sagði hún. Gætu þurft að fresta talningu Fréttastofa tók einnig stöðuna á undirbúningi í Ráðhúsinu í morgun og ræddi þar við Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar. Þar var allt á fullu. Reykvíkingar eru bjartsýnir þó veðrið eigi að vera vont fyrir austan.Stöð 2 „Hér verður eitthvað af fólki að vinna fram á nótt við að yfirfara þessi utankjörfundaratkvæði sem þurfa að komast á sína kjörstaði í fyrramálið. En svona helmingur okkar fer heim upp úr 18-20, það er að segja við sem ætlum að mæta snemma í fyrramálið,“ sagði Helga, Það er ekki útlit fyrir gott veður víða um landið en ertu ekki bjartsýn á að þetta fari allt samkvæmt áætlun hér í Reykjavík? „Jú, vetrarþjónustan okkar hefur verið að fylgjast mjög vel með og þau eru með bakvakt en gera ekki ráð fyrir að þurfa að gera mikið meira en að moka og salta smá. Þau eru tilbúin í slaginn og viðbúin. En við þurfum að fylgjast mjög vel með vegna þess að við gætum þurft að fresta talningu ef það tekst ekki að opna kjörstaði um allt land. Þannig nú erum við að vinna í plan b og jafnvel c,“ sagði hún. Mjög erfitt að tryggja nokkuð Vegagerðin hefur líka verið á fullu undanfarna daga við að undirbúa kjördag. Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld og gilda allt fram á sunnudag. Það gæti haft veruleg áhrif vegna fannfergis og vonds veðurs. Fréttastofa ræddi við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Þið hafið undirbúið þetta vel? „Við erum búin að vera síðustu daga að vakta veðrið og reyna að búa okkur undir hvað sem er,“ sagði Bergþóra. Hvað ætlið þið að gera til að tryggja að fólk komist á kjörstað á morgun? „Fyrir það fyrsta verður mjög erfitt að geta tryggt eitthvað en við munum leggja okkur öll fram við að gera hvað við getum til þess að hægt verði að halda kjörfundi og sjá til þess að allir komist á kjörstað á morgun,“ sagði hún. Mjöll geti valdið skafrenningi og blindu Bergþóra segir Vegagerðina fyrst og fremst hafa verið að bæta við sig mannskap. Búið sé að semja fleiri verktaka og undirbúa fleiri tæki til að vera á vaktinni ef færðin verður erfið. „Það kemur hríð í kvöld og nótt yfir með fannfergi og svo verður hvasst. Það er mikil mjöll um allt land sem mun geta valdið skafrenningi og blindu. Þannig við erum að búa okkur undir ýmislegt,“ sagði hún. Vegagerðin verður með fleiri verktaka og fleiri tæki fyrir austan vegna veðurspárinnar. „Við erum búin að skipuleggja hvar við byrjum og hvar má búast við á hverjum tíma hvar ástandið verði verst. Það er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi síðustu daga,“ sagði Begþóra.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Veður Vegagerð Tengdar fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32