Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson og Hreinn Pétursson skrifa 28. nóvember 2024 13:31 Eins og staðan er í dag er lítil sem engin nýliðun í fiskveiðikerfi Íslendinga enda erfitt að koma sér á legg í kerfi sem á að vera eign landsmanna en í dag er einkaeign fárra. Til að koma af stað nýliðun og efla veiðar á smábátum þarf að breyta leikreglum fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það þarf koma kerfinu þannig fyrir að smábátar geti fiskað í allt að 8 mánuði á ári án þess að standa í kvótaleigu. Við munum leggja fram tillögur sem við teljum henta við breytingu á kerfinu svo að jafnvægi verði náð. Það mun ekki gerast á einum degi. Kvótakerfið er gamalt kerfi sem þarf að þróast í þeim takti sem samfélagið stefnir. Eins og kerfið er sett upp í dag þjónar það ekki frjálsu einkaframtaki og heldur ekki hinum dreifðu byggðum. Þegar horft er yfir svið íslensks sjávarútvegs vakna fleiri spurningar en svör: Aðeins um 15% af fiski sem veiddur er á Íslandsmiðum fer á innlendan fiskmarkað. Af hverju gilda markaðslögmálin ekki í íslenskum sjávarútvegi? Er veiðigjaldið að virka ? Gjald sem átti að skila 10 milljörðum á ári hverju en hefur einungis náð því tvisvar, 2018 og 2023. Er stefna stjórnvalda í sjávarútvegi að þjappa kerfinu á hlutabréfamarkað? Unga fólkið er framtíðin okkar. Viljum við ekki að þau eigi möguleika á að hefja eigin rekstur í sjávarútvegi á grundvelli atvinnufrelsis? Viljum við að fyrirtæki í sjávarútvegi séu í fjárfestingum á leigufélögum, í samkeppni við ungt fólk við að kaupa sér sína fyrstu eign? Sjávarútvegsfyrirtæki byggja rekstur sinn á nýtingu sameiginlegrar auðlindar. Eiga þessi fyrirtæki þá ekki að skila arði til eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðarinnar? Allan fisk á markað! 20 stærstu útgerðir landsins eiga um 76,5% af öllum afla og selja sjálfum sér fiskinn til eigin fiskvinnslu. Þetta fyrirkomulag að geta selt sjálfum sér fiskinn með beinni sölu, beint í vinnsluna sína gerir sjálfstæðum vinnslum sem kaupa fisk á markaði erfitt fyrir. Bein sala útgerðar og vinnslu er 76% af veiddum afla, þetta skilur lítið eftir fyrir sjálfstæðar vinnslur sem reka ekki útgerð. Örfáar sjálfstæðar vinnslur eru eftir og aðeins tvær með starfsmenn nálægt 100. Einokun á aðal auðlind landsins er næstum búin að útrýma, því að sjálfstæðar fiskvinnslur geti þrifist og nýjar orðið til. Það þarf að skilja á milli útgerðar og vinnslu til að unnt sé að koma á viðunandi samkeppni á sviði sjávarútvegs. Það er ekkert sanngjarnt við það að útgerðir fái 20% afslátt af markaðsverði fyrir það eitt að eiga vinnslu og geta keypt fiskinn af sjálfum sér á verði sem Verðlagsstofa gefur út hverju sinni. Að vera með tvenns konar verðlagningu hérlendis fyrir sömu afurð er ekki rökrétt né eðlilegt. Annars vegar er það verð frá Verðlagsstofu til útgerðar sem á vinnslu og hins vegar verð frá reiknistofu fiskmarkaða til sjálfstæðu fiskvinnslunnar. Verðmunurinn getur verið 20% og alveg upp í 30% á fiskverði. Við viljum að verðlagning sé mynduð á frjálsum fiskmarkaði og þannig komið á eðlilegri samkeppni á auðlind landsmanna. Verð á óslægðum þorski frá báðum „söluaðilum“ Mismunur meðalverðs milli fiskmarkaða og útgerða náði 30% á nokkrum tímabilum. Þarna er ríkið og fólkið sem starfar um borð að missa tekjur. Með því að útgerðir fái að selja til þeirra sjálfra aflann hefur ríkisjóður orðið af 2.400 milljónum ef reiknað er með 30% mismun á meðalverði milli fiskmarkaða og útgerða. Sama dæmi má taka upp fyrir aðilana sem vinna um borð en þeir hafa orðið af tekjum líka. Útgerðir borga 33% af reiknuðum hagnaði á sölu veidds afla sem veiðigjald, en í rauninni borgar áhöfnin á skipinu þennan kostnað með svokölluðum "olíukostnaði" en hann er 30% af óskiptum hlut á sölu fisksins sem landað er sem útgerðin kaupir af sjálfri sér. Það er alger glöp að ekki sé ennþá búið að koma því upp að allur fiskur fari á markað og að við séum með tvöfalt sölukerfi fyrir sömu vöru. Sjávarútvegurinn er í 5 sæti hvað varðar heildarveltu fyrirtækja eða með um 486 milljarða. Lýðræðisflokkurinn hefur talað fyrir því að framtakssemi stuðli að sterku samfélagi. Við viljum efla trú almennings á einkaframtakið fremur en á miðstýrt ríkisvætt kerfi. Við eigum ekki að skattleggja dugnað , heldur að stuðla að frelsi einstaklings til sjálfbærni í eigin rekstri. Við þurfum ekki að festa fólk í hringekju annarra. Kommúnismi leið undir lok 1989 í Evrópu. Við eigum ekki að endurvekja hann hér á Íslandi. Höfundar: Arnar Jónsson 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi og Hreinn Pétursson 4. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er lítil sem engin nýliðun í fiskveiðikerfi Íslendinga enda erfitt að koma sér á legg í kerfi sem á að vera eign landsmanna en í dag er einkaeign fárra. Til að koma af stað nýliðun og efla veiðar á smábátum þarf að breyta leikreglum fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það þarf koma kerfinu þannig fyrir að smábátar geti fiskað í allt að 8 mánuði á ári án þess að standa í kvótaleigu. Við munum leggja fram tillögur sem við teljum henta við breytingu á kerfinu svo að jafnvægi verði náð. Það mun ekki gerast á einum degi. Kvótakerfið er gamalt kerfi sem þarf að þróast í þeim takti sem samfélagið stefnir. Eins og kerfið er sett upp í dag þjónar það ekki frjálsu einkaframtaki og heldur ekki hinum dreifðu byggðum. Þegar horft er yfir svið íslensks sjávarútvegs vakna fleiri spurningar en svör: Aðeins um 15% af fiski sem veiddur er á Íslandsmiðum fer á innlendan fiskmarkað. Af hverju gilda markaðslögmálin ekki í íslenskum sjávarútvegi? Er veiðigjaldið að virka ? Gjald sem átti að skila 10 milljörðum á ári hverju en hefur einungis náð því tvisvar, 2018 og 2023. Er stefna stjórnvalda í sjávarútvegi að þjappa kerfinu á hlutabréfamarkað? Unga fólkið er framtíðin okkar. Viljum við ekki að þau eigi möguleika á að hefja eigin rekstur í sjávarútvegi á grundvelli atvinnufrelsis? Viljum við að fyrirtæki í sjávarútvegi séu í fjárfestingum á leigufélögum, í samkeppni við ungt fólk við að kaupa sér sína fyrstu eign? Sjávarútvegsfyrirtæki byggja rekstur sinn á nýtingu sameiginlegrar auðlindar. Eiga þessi fyrirtæki þá ekki að skila arði til eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðarinnar? Allan fisk á markað! 20 stærstu útgerðir landsins eiga um 76,5% af öllum afla og selja sjálfum sér fiskinn til eigin fiskvinnslu. Þetta fyrirkomulag að geta selt sjálfum sér fiskinn með beinni sölu, beint í vinnsluna sína gerir sjálfstæðum vinnslum sem kaupa fisk á markaði erfitt fyrir. Bein sala útgerðar og vinnslu er 76% af veiddum afla, þetta skilur lítið eftir fyrir sjálfstæðar vinnslur sem reka ekki útgerð. Örfáar sjálfstæðar vinnslur eru eftir og aðeins tvær með starfsmenn nálægt 100. Einokun á aðal auðlind landsins er næstum búin að útrýma, því að sjálfstæðar fiskvinnslur geti þrifist og nýjar orðið til. Það þarf að skilja á milli útgerðar og vinnslu til að unnt sé að koma á viðunandi samkeppni á sviði sjávarútvegs. Það er ekkert sanngjarnt við það að útgerðir fái 20% afslátt af markaðsverði fyrir það eitt að eiga vinnslu og geta keypt fiskinn af sjálfum sér á verði sem Verðlagsstofa gefur út hverju sinni. Að vera með tvenns konar verðlagningu hérlendis fyrir sömu afurð er ekki rökrétt né eðlilegt. Annars vegar er það verð frá Verðlagsstofu til útgerðar sem á vinnslu og hins vegar verð frá reiknistofu fiskmarkaða til sjálfstæðu fiskvinnslunnar. Verðmunurinn getur verið 20% og alveg upp í 30% á fiskverði. Við viljum að verðlagning sé mynduð á frjálsum fiskmarkaði og þannig komið á eðlilegri samkeppni á auðlind landsmanna. Verð á óslægðum þorski frá báðum „söluaðilum“ Mismunur meðalverðs milli fiskmarkaða og útgerða náði 30% á nokkrum tímabilum. Þarna er ríkið og fólkið sem starfar um borð að missa tekjur. Með því að útgerðir fái að selja til þeirra sjálfra aflann hefur ríkisjóður orðið af 2.400 milljónum ef reiknað er með 30% mismun á meðalverði milli fiskmarkaða og útgerða. Sama dæmi má taka upp fyrir aðilana sem vinna um borð en þeir hafa orðið af tekjum líka. Útgerðir borga 33% af reiknuðum hagnaði á sölu veidds afla sem veiðigjald, en í rauninni borgar áhöfnin á skipinu þennan kostnað með svokölluðum "olíukostnaði" en hann er 30% af óskiptum hlut á sölu fisksins sem landað er sem útgerðin kaupir af sjálfri sér. Það er alger glöp að ekki sé ennþá búið að koma því upp að allur fiskur fari á markað og að við séum með tvöfalt sölukerfi fyrir sömu vöru. Sjávarútvegurinn er í 5 sæti hvað varðar heildarveltu fyrirtækja eða með um 486 milljarða. Lýðræðisflokkurinn hefur talað fyrir því að framtakssemi stuðli að sterku samfélagi. Við viljum efla trú almennings á einkaframtakið fremur en á miðstýrt ríkisvætt kerfi. Við eigum ekki að skattleggja dugnað , heldur að stuðla að frelsi einstaklings til sjálfbærni í eigin rekstri. Við þurfum ekki að festa fólk í hringekju annarra. Kommúnismi leið undir lok 1989 í Evrópu. Við eigum ekki að endurvekja hann hér á Íslandi. Höfundar: Arnar Jónsson 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi og Hreinn Pétursson 4. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun