Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 28. nóvember 2024 11:30 Á sameiginlegum kosningafundi ASÍ og BSRB með forystufólki stjórnmálaflokkanna mánudaginn 18. nóvember kom fram skýr vilji núverandi starfsstjórnarflokka að halda áfram á braut einkavæðingar í velferðarþjónustu. Þótt vissulega megi fagna því að íslenskir stjórnmálaleiðtogar áræði að láta skoðanir sínar í ljós og tala fyrir stefnumálum sínum er mikilvægt að spyrja sig hvaðan þessar hugmyndir koma og hverjir það eru sem kalla eftir markaðsvæðingu þjónustunnar, hvort almannahagsmunir séu í forgrunni og hvaða afleiðingar það getur haft sé litið til reynslu annarra þjóða. ASÍ og BSRB hafa ítrekað bent á það eru ekki notendur þjónustunnar sem hafa kallað eftir slíkum kerfisbreytingum heldur þeir sem hagnast á einkarekstri. Byggt á reynslu annarra landa höfum við varað við því að einkavæðing eykur ekki hagkvæmni í rekstri, hefur aukinn kostnað í för með sér við eftirlit, áhættan er að ójöfnuður í aðgengi að þjónustunni aukist og gæði þjónustu dvíni. „Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar“ Á fundinum var m.a. sýnt myndband þar sem þekktur sænskur sérfræðingur, Lisa Pelling, gerði grein fyrir hörmulegri reynslu Svía af einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Pelling er ásamt Göran Dahlgren höfundur bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun (Jämlik vård – handlingsplan), sem nú hefur verið þýdd á íslensku (sjá grein https://vinnan.is/ekki-er-allt-gull-sem-gloir/). Þau Pelling og Dahlgren vara Íslendinga eindregið við því að feta þá braut sem Svíar glöptust inn á og lýsa afleiðingunum svo: „Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar.“ Á kosningafundinum lýsti Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að hann gæfi ekkert fyrir varnaðarorð sænsku sérfræðinganna. Hann kvaðst vísa sænska myndabandinu algjörlega á bug. Við Íslendingar þyrftum ekki á Svíum að halda til að leysa okkar vandamál. Við þekktum okkar aðstæður mun betur en þeir. Dramb er falli næst Þessi orð forsætisráðherrans enduróma afstöðu margra skoðanasystkina hans í aðdraganda fjármálahrunsins 2008 þegar því var m.a. haldið fram að þekktir sérfræðingar um fjármál og bankarekstur þyrftu á endurhæfingu að halda því þeir skildu ekki „íslenska efnahagsundrið“. Afleiðingar þess hroka sem forystufólk í íslenskum stjórnmálum sýndi af sér í aðdraganda hrunsins eru öllum kunnar. Við skulum minnast þess að þetta fólk, ásamt eigendum bankanna, kallaði gríðarlegan efnahagslegan og félagslegan skaða yfir samfélagið og neitaði síðan í fullkominni forherðingu að gangast við ábyrgð á eigin gjörðum. Þjóðin öll hlýtur að vona að þar hafi lágpunkti íslenskra stjórnmála loksins verið náð. Einkavæðing er ekki einkavæðing Á þessum sama kosningafundi ASÍ og BSRB lýsti Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, yfir mikilli ánægju með framgöngu heilbrigðisráðherrans, Willums Þórs Þórssonar, sem án minnsta samráðs ákvað að kollvarpa kerfi hjúkrunarheimila í landinu með því að fela „sérhæfðum einkafyrirtækjum“ byggingu þeirra og útleigu til ríkisins. Formaður Framsóknarflokksins fullyrti að þetta fyrirkomulag „væri ekki einkavæðing“ og líkti breytingunni við vel þekkt rekstrarform hjúkrunarheimila á borð við Hrafnistu, Grund og fleiri. Sá samanburður stenst enga skoðun enda eru þau hjúkrunarheimili ekki rekin i hagnaðarskyni. Fyrsta verkefni hinna „sérhæfðu einkafyrirtækja“ verður vitanlega að skilgreina „arðsemiskröfuna“ í þessu óheilbrigða viðskiptasambandi þar sem ríkið verður augljóslega í afleitri samningsstöðu þar sem rekstraraðilar munu eiga húsnæðið og setja upp leiguverð í samræmi við arðsemiskröfuna. Sambærileg pólitísk umræða átti sér stað í Svíþjóð í kjölfar efnahagsþrenginga fyrir rúmum 30 árum. Kjarni umræðunnar var um hvernig draga mætti úr kostnaði og hafin var útvistun á þjónustunni að því markmiði. Í dag eru tvö stór einkafyrirtæki með um helminginn af einkavæddum markaði öldrunarþjónustunnar sem einnig veita þjónustu til t.d. fatlaðs fólks, barnaverndargeirans og hælisleitenda. Vegna sterkrar stöðu þessara fyrirtækja hefur dregið úr samkeppni og reynst erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Til að bregðast við því var ákveðið fyrir nokkrum árum að auka valfrelsi notenda en þá versnuðu gæði þjónustunnar í of mörgum tilfellum. Ef þjónustuveitendur lifa svo ekki samkeppnina af verða þeir að loka sem veldur miklum vandræðum, fjöldi fyrirtækja torveldar val notendanna og eftirlitsmöguleika yfirvalda en sviksamlegt athæfi er ekki óalgengt. Þjónustan er því ekki hagkvæmari og kostnaður við eftirlit hefur aukist. Fyrir sjúklinga hefur heilbrigðisþjónusta breyst í vöru á markaði þar sem þeir ríkari geta keypt betri og meiri gæði í stað þess að hún sé grundvöllurinn að nauðsynlegu öryggi fólks. Þessi „einkavæðing ellinnar“ er liður í áformum peningaflanna um stórfellda markaðsvæðingu í heilbrigðis- og velferarþjónustu í landinu, með stuðningi þeirra stjórnmálaflokka sem telja markaðinn leysa allan vanda. Það er af þessum sökum sem forsætisráðherrann vísar með þjósti á bug vel ígrunduðum og rökstuddum viðvörunum sænsku sérfræðinganna og fjármálaráðherrann lýsir því yfir að augljós einkavæðing sé ekki einkavæðing. Fyrirhyggja og siðferði „Við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja af mörkum í umræðu um íslensk heilbrigðismál og við erum vongóð um að íslenskir stjórnmálamenn sýni fyrirhyggju og forðist að líta á markaðsvæðingu sænska heilbrigðiskerfisins sem fyrirmynd því hún stenst einfaldlega ekki kröfur um gott siðferði,“ sögðu þau Pelling og Dahlgren í grein sem þau birtu í október. Hin siðlega nálgun þeirra byggir á afleiðingum þeirra breytinga sem Svíar innleiddu og vikið var að hér að framan: Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar. Grunnhugsunin að baki markaðsvæðingar í heilbrigðis- og velferðarkerfinu er sú að tryggja peningaöflunum greiðan aðgang að ríkissjóði Íslendinga. Hagnaður fárra útvaldra á þannig að vega þyngra en almannahagsmunir og af þeim sökum láta viðkomandi sér í léttu rúmi liggja þótt sýnt sé fram á að einkavæðing innan heilbrigðiskerfisins í Svíþjóð hafi getið af sér vaxandi ójöfnuð á milli þéttbýlis og dreifbýlis, á milli hópa sjúklinga eftir eðli veikinda þeirra og á milli hátekju- og lágtekjuhópa. Reynslan kennir Íslendingum að sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur. Einnig að markmiðasetning sem gengur út frá því einu að lækka kostnað en ekki að tryggja jafnt aðgengi að þjónustunni og gæði hennar er skaðleg. Með því að fylgja siðferðisáttavitanum er von til þess að almannahagsmunir verði varðir. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands.Sonja Ýr er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir ASÍ Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum kosningafundi ASÍ og BSRB með forystufólki stjórnmálaflokkanna mánudaginn 18. nóvember kom fram skýr vilji núverandi starfsstjórnarflokka að halda áfram á braut einkavæðingar í velferðarþjónustu. Þótt vissulega megi fagna því að íslenskir stjórnmálaleiðtogar áræði að láta skoðanir sínar í ljós og tala fyrir stefnumálum sínum er mikilvægt að spyrja sig hvaðan þessar hugmyndir koma og hverjir það eru sem kalla eftir markaðsvæðingu þjónustunnar, hvort almannahagsmunir séu í forgrunni og hvaða afleiðingar það getur haft sé litið til reynslu annarra þjóða. ASÍ og BSRB hafa ítrekað bent á það eru ekki notendur þjónustunnar sem hafa kallað eftir slíkum kerfisbreytingum heldur þeir sem hagnast á einkarekstri. Byggt á reynslu annarra landa höfum við varað við því að einkavæðing eykur ekki hagkvæmni í rekstri, hefur aukinn kostnað í för með sér við eftirlit, áhættan er að ójöfnuður í aðgengi að þjónustunni aukist og gæði þjónustu dvíni. „Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar“ Á fundinum var m.a. sýnt myndband þar sem þekktur sænskur sérfræðingur, Lisa Pelling, gerði grein fyrir hörmulegri reynslu Svía af einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Pelling er ásamt Göran Dahlgren höfundur bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun (Jämlik vård – handlingsplan), sem nú hefur verið þýdd á íslensku (sjá grein https://vinnan.is/ekki-er-allt-gull-sem-gloir/). Þau Pelling og Dahlgren vara Íslendinga eindregið við því að feta þá braut sem Svíar glöptust inn á og lýsa afleiðingunum svo: „Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar.“ Á kosningafundinum lýsti Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að hann gæfi ekkert fyrir varnaðarorð sænsku sérfræðinganna. Hann kvaðst vísa sænska myndabandinu algjörlega á bug. Við Íslendingar þyrftum ekki á Svíum að halda til að leysa okkar vandamál. Við þekktum okkar aðstæður mun betur en þeir. Dramb er falli næst Þessi orð forsætisráðherrans enduróma afstöðu margra skoðanasystkina hans í aðdraganda fjármálahrunsins 2008 þegar því var m.a. haldið fram að þekktir sérfræðingar um fjármál og bankarekstur þyrftu á endurhæfingu að halda því þeir skildu ekki „íslenska efnahagsundrið“. Afleiðingar þess hroka sem forystufólk í íslenskum stjórnmálum sýndi af sér í aðdraganda hrunsins eru öllum kunnar. Við skulum minnast þess að þetta fólk, ásamt eigendum bankanna, kallaði gríðarlegan efnahagslegan og félagslegan skaða yfir samfélagið og neitaði síðan í fullkominni forherðingu að gangast við ábyrgð á eigin gjörðum. Þjóðin öll hlýtur að vona að þar hafi lágpunkti íslenskra stjórnmála loksins verið náð. Einkavæðing er ekki einkavæðing Á þessum sama kosningafundi ASÍ og BSRB lýsti Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, yfir mikilli ánægju með framgöngu heilbrigðisráðherrans, Willums Þórs Þórssonar, sem án minnsta samráðs ákvað að kollvarpa kerfi hjúkrunarheimila í landinu með því að fela „sérhæfðum einkafyrirtækjum“ byggingu þeirra og útleigu til ríkisins. Formaður Framsóknarflokksins fullyrti að þetta fyrirkomulag „væri ekki einkavæðing“ og líkti breytingunni við vel þekkt rekstrarform hjúkrunarheimila á borð við Hrafnistu, Grund og fleiri. Sá samanburður stenst enga skoðun enda eru þau hjúkrunarheimili ekki rekin i hagnaðarskyni. Fyrsta verkefni hinna „sérhæfðu einkafyrirtækja“ verður vitanlega að skilgreina „arðsemiskröfuna“ í þessu óheilbrigða viðskiptasambandi þar sem ríkið verður augljóslega í afleitri samningsstöðu þar sem rekstraraðilar munu eiga húsnæðið og setja upp leiguverð í samræmi við arðsemiskröfuna. Sambærileg pólitísk umræða átti sér stað í Svíþjóð í kjölfar efnahagsþrenginga fyrir rúmum 30 árum. Kjarni umræðunnar var um hvernig draga mætti úr kostnaði og hafin var útvistun á þjónustunni að því markmiði. Í dag eru tvö stór einkafyrirtæki með um helminginn af einkavæddum markaði öldrunarþjónustunnar sem einnig veita þjónustu til t.d. fatlaðs fólks, barnaverndargeirans og hælisleitenda. Vegna sterkrar stöðu þessara fyrirtækja hefur dregið úr samkeppni og reynst erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Til að bregðast við því var ákveðið fyrir nokkrum árum að auka valfrelsi notenda en þá versnuðu gæði þjónustunnar í of mörgum tilfellum. Ef þjónustuveitendur lifa svo ekki samkeppnina af verða þeir að loka sem veldur miklum vandræðum, fjöldi fyrirtækja torveldar val notendanna og eftirlitsmöguleika yfirvalda en sviksamlegt athæfi er ekki óalgengt. Þjónustan er því ekki hagkvæmari og kostnaður við eftirlit hefur aukist. Fyrir sjúklinga hefur heilbrigðisþjónusta breyst í vöru á markaði þar sem þeir ríkari geta keypt betri og meiri gæði í stað þess að hún sé grundvöllurinn að nauðsynlegu öryggi fólks. Þessi „einkavæðing ellinnar“ er liður í áformum peningaflanna um stórfellda markaðsvæðingu í heilbrigðis- og velferarþjónustu í landinu, með stuðningi þeirra stjórnmálaflokka sem telja markaðinn leysa allan vanda. Það er af þessum sökum sem forsætisráðherrann vísar með þjósti á bug vel ígrunduðum og rökstuddum viðvörunum sænsku sérfræðinganna og fjármálaráðherrann lýsir því yfir að augljós einkavæðing sé ekki einkavæðing. Fyrirhyggja og siðferði „Við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja af mörkum í umræðu um íslensk heilbrigðismál og við erum vongóð um að íslenskir stjórnmálamenn sýni fyrirhyggju og forðist að líta á markaðsvæðingu sænska heilbrigðiskerfisins sem fyrirmynd því hún stenst einfaldlega ekki kröfur um gott siðferði,“ sögðu þau Pelling og Dahlgren í grein sem þau birtu í október. Hin siðlega nálgun þeirra byggir á afleiðingum þeirra breytinga sem Svíar innleiddu og vikið var að hér að framan: Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar. Grunnhugsunin að baki markaðsvæðingar í heilbrigðis- og velferðarkerfinu er sú að tryggja peningaöflunum greiðan aðgang að ríkissjóði Íslendinga. Hagnaður fárra útvaldra á þannig að vega þyngra en almannahagsmunir og af þeim sökum láta viðkomandi sér í léttu rúmi liggja þótt sýnt sé fram á að einkavæðing innan heilbrigðiskerfisins í Svíþjóð hafi getið af sér vaxandi ójöfnuð á milli þéttbýlis og dreifbýlis, á milli hópa sjúklinga eftir eðli veikinda þeirra og á milli hátekju- og lágtekjuhópa. Reynslan kennir Íslendingum að sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur. Einnig að markmiðasetning sem gengur út frá því einu að lækka kostnað en ekki að tryggja jafnt aðgengi að þjónustunni og gæði hennar er skaðleg. Með því að fylgja siðferðisáttavitanum er von til þess að almannahagsmunir verði varðir. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands.Sonja Ýr er formaður BSRB.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar