Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Fréttamynd

Forréttinda­blinda strákanna í Við­skiptaráði

Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Jólaóska­listi Við­skiptaráðs

Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi hagsmunasamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði fjallað með neikvæðum hætti um opinbera starfsmenn. Stundum er það nánast önnur hver frétt á heimasíðunni þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Nálgunarbann

Í kröfugerð til stjórnvalda um breytingar sem gera þarf á Kvennaári 2025 segir m.a. að veita þurfi lögreglunni rýmri heimildir til að beita nálgunarbanni og brot á því skuli hafa afleiðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Fá­keppni og al­manna­hags­munir

Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð.

Skoðun
Fréttamynd

Sið­laus einka­væðing gegn al­manna­hags­munum

Á sameiginlegum kosningafundi ASÍ og BSRB með forystufólki stjórnmálaflokkanna mánudaginn 18. nóvember kom fram skýr vilji núverandi starfsstjórnarflokka að halda áfram á braut einkavæðingar í velferðarþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki um­ræðu

Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðar konur?

Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lag á kross­götum

Framan af í kosningabaráttunni snerist umræðan einkum um efnahagsmálin og því ákváðum við hjá ASÍ og BSRB að efna til kosningafundar með forystufólki stjórnmálaflokkanna í vikunni til að ræða áherslur þeirra varðandi húsnæðismál, verð á matvöru, félagslegum innviðum á borð við heilbrigðis- og menntakerfi og jöfnuð.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir fyrir heimilin strax!

Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólarnir eru fjör­egg sam­fé­lagsins

Kópavogsmódelið í leikskólamálum, sem snýst um að hækka kostnað eða stytta dvalartíma, hefur verið þó nokkuð til umræðu að undanförnu. Í grófum dráttum má segja að umræðan hafi tvístrað fólki í tvo hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Skrímsli eða venju­legir strákar?

Hann var venjulegur strákur, nánast fullkominn, sagði faðir stráks sem nýlega var handtekinn vegna gruns um morðið á fyrrverandi kærustu sinni Guiliu Cecchettin. Stráknum hafi gengið vel í skóla, aldrei hefði komið til vandamála í samskiptum við kennara eða skólafélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?

Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. 

Skoðun
Fréttamynd

Sömu laun fyrir sömu störf

Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau.

Skoðun
Fréttamynd

Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir

Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum með­vind fyrir konur

Hér á landi eru nær allar konur útivinnandi en um þriðjungur þeirra er í hlutastarfi því þær bera enn meginábyrgðina á börnum, öldruðum eða veikum ættingjum og heimilinu. Konur eru enn lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir að hafa eignast börn því að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé orðið 12 mánuðir er ekki búið að tryggja jafna skiptingu milli foreldra né tekur leikskóli við börnunum strax að því loknu.

Skoðun
Fréttamynd

Af­vega­leiðing at­vinnu­rek­enda

Um allan heim er að renna upp fyrir stjórnvöldum að ein stærsta áskorunin sem samfélög standa frammi fyrir er skortur á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og umönnun á sama tíma og þörfin fyrir slíka þjónustu er að aukast mjög á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs, hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar.

Skoðun
Fréttamynd

Að lifa til að vinna eða vinna til að lifa?

Að undanförnu hefur verið fjallað þó nokkuð um lokun Hagstofu Íslands milli jóla og nýárs vegna jólafrís starfsfólks. Haft hefur verið eftir hagstofustjóra að fríið sé árangursmiðað og leið til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf fyrir hátíðarnar, sem sé oft mikill álagstími fyrir starfsfólk vegna útgáfu.

Skoðun
Fréttamynd

Konur á af­sláttar­kjörum?

Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland best í heimi?

Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðin, sam­staðan og jafn­réttið

Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Saman vinnum við stóru sigrana

Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert er mark­miðið með á­róðri SA?

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er því haldið fram að sveitarfélögin og ríkið sogi til sín fólk úr einkageiranum. Fyrirsögnin byggir á viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA).

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um tafar­lausar að­gerðir í hús­næðis­málum

Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg nú í upphafi árs 2022. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og fjöldi fólks býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, bæði á leigu- og eignamarkaði. Hækkandi verðbólga er því eins og olía á eldinn, enda hækkar húsnæðiskostnaður bæði leigjenda og eigenda.

Skoðun
Fréttamynd

Á­róður hags­muna­sam­taka stór­fyrir­tækja

Hverjir eru þessir óteljandi opinberu starfsmenn sem sitja eins og baggi á íslensku þjóðinni? Að þessu spyrja Samtök atvinnulífsins, þó samtökin orði reyndar spurninguna með aðeins penni hætti. Þau spyrja hvernig standi á því að opinberum starfsmönnum fjölgi meðan launafólki á almennum vinnumarkaði fækki.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum að allir geti lifað mannsæmandi lífi

Það eru grundvallarmannréttindi að búa við félagslegt öryggi og mannlega reisn. Við eigum öll rétt á viðunandi lífsafkomu og því að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu. Til þess þurfum við meðal annars að hafa aðgang að mat, fatnaði, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Réttlát umskipti í loftslagsmálum

Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil tækifæri í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki

Það var mikið fagnaðarefni þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB vorið 2020, enda um gríðarlega stórt framfaraskref að ræða fyrir launafólk. Útfærslan á styttingu vinnuvikunnar verður ólík hjá dagvinnufólki og þeim sem starfa í vaktavinnu en innleiðingu á dagvinnustöðum átti að ljúka um síðustu áramót.

Skoðun
Fréttamynd

Batnandi heimur í hundrað ár

Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2