Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar 28. nóvember 2024 10:00 Íþróttir og íþróttaárangur er einfaldasta leiðin til þess að fá hóp af fólki eða til og með heila þjóð til að líða vel í tiltölulega skamman tíma. Í yfir tuttugu ár hef ég endað flesta fyrirlestra sem ég hef haldið víða um heim á ofangreindri staðhæfingu. Er ekki líka búið að margsanna það með rannsóknum að eitt af því mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti. Að eiga góða fjölskyldu, vini, kunningja, að tilheyra hópi, að finna hamingjuna. Íþróttahreyfingin sér m.a. um þetta í samvinnu við skólakerfið, menningarlífið og aðra aðila. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gerðu með sér samkomulag um stefnumótun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi á s.l. ári. Markmiðið með samkomulaginu er að Íslendingar eigi afreksíþróttafólk sem stendur jafnfætis þeim bestu á Norðurlöndum, eða í Evrópu og í vissum tilfellum geti íslenskt íþróttafólk orðið best í heimi í sinni íþróttagrein. Til að ná því markmiði þarf afreksíþróttafólk stuðning á við það sem gerist best, hafa möguleika á að æfa og keppa við bestu aðstæður, hafa vel menntaða þjálfara, hafa aðgengi að sérfræðingum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, mótum og leikjum. Undirritaður var ráðinn sem Afreksstjóri ÍSÍ í fyrra. Helstu verkefnin voru að leiða umræddan starfshóp mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksfólks í íþróttum skipuðum fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar, fulltrúa frá sveitarfélögum og annarra hagsmunaaðila. Haldin var ráðstefna í Hörpunni í nóvember 2023 þar sem hugmyndir að nýrri stefnumótun voru kynntar. Í lok apríl á þessu ári voru svo niðurstöður starfshópsins kynntar. Síðan þá hefur áfram verið unnið að móta aðgerðáætlun sem á að koma till framkvæmda á árinu 2025. Í stuttu máli gengur hin nýja skipulagning út að stofna Afreksmiðstöð Íslands sem yrði stjórnstöð afreksíþrótta á Íslandi í samvinnu við þau 34 sérsambönd innan ÍSÍ. Þetta hefur staðið til í 20-30 ár en á nú að raungerast og er þetta svipuð skipulagning og er búin að skila góðum árangri á hinum norðurlöndunum og í öðrum minni löndum í Evrópu. Afreksmiðstöðin er því ekkert annað en stuðnings- og eftirlitsaðili sérsambandanna í því að ná góðum og betri árangri í íþróttum á alþjóða mælikvarða. Aðrar áherslur starfshópsins voru að, stofna nýjan launasjóð afreksíþróttafólks og þjálfara, lögð var mikil áhersla á að auka fjármframlög til yngri landsliða og jafna þannig kostnaðarþátttöku í landsliðstarfi. Efla og samræma afreksbrautir framhaldskólanna og styrkt hæfileikamótun ungs íþróttafólks. Auk þess eru settar fram tillögur um að bæta samstarfið við atvinnulífið í sambandi við samstarfssamninga til langs tíma, og að lokum var lagt til að gerð verði úttekt á núverandi fyrirkomulagi íþróttahreyfingarinnar. Starfshópurinn setti fram fjármálaáætlun sem fylgdi hugmyndafræðinni með áætlun næstu fimm árin 2025-2029. Gekk sú áætlun út á að margfalda fjármagnið til íþrótta- og afreksstarfs og að 70% af fjármagninu kæmi úr ríkissjóði og 30% kæmi frá atvinnulífinu. Það er mikið ánægjuefni að Alþingi veitti nýlega 637 milljónum inn í verkefnið og er það um 70% af því fjármagni sem óskað var eftir. Ég vil fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar þakka Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra fyrir að veita þessari tillögu brautargengi auk þess sem ég vil nota tækifærið og þakka þeim þverpólitíska hópi sem vann með okkur að verkefninu sem samanstóð af þingmönnum úr stjórnmálflokkunum. Ásmundur Einar ráðherra mennta- og barnamála og Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands undirrituðu samning til eins árs á Formannafundi ÍSÍ í síðustu viku. Á þeim fundi voru fulltrúar stórnmálaflokkana með stutta framsögu hvert og eitt fyrir hönd síns flokks auk þess sem þau svörðu spurningum frá fulltrúum sérsambanda og íþróttahéraða. Allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um að koma þessum málaflokki inn í fjármálaáætlun til næstu fimm ára 2026-2030, ber að fagna því. Þessi tíu ára stefna gengur út á það að rauður þráður sé í gegnum allt starfið sem byggist mikið á samskiptum, samræðum og samvinnu. Allir aðilar sem tengjast íþrótta- og afreksstarfi þurfa að koma að þessu verkefni á einn eða annan hátt og skilja vegferðina sem framundan er. Þetta er stórt mál sem þarf að taka alvarlega og sýna skilning á frá öllum í þjóðfélaginu. Það er í sjálfu sér ótrúlegt hvað Íslendingar eru að ná góðum árangri í íþróttum á miðað við hvað lítið fjármagn er til staðar auk manneklu. Með íþróttahreyfingunni eiga ríkið, sveitarfélögin, skólakerfið og atvinnulífið að vinna vel saman til framtíðar, það liggur í augum uppi. Við erum að tala um börnin okkar, skóla og íþróttastarf, uppeldi, lýðheilsu, forvarnir, jafnrétti og jaðarhópa, þá er íþróttahreyfingin stærsta fjöldahreyfing á Íslandi með öllu sínu frábæra sjálboðaliðastarfi. Íþróttahreyfingin sparar milljarða á ársgrundvelli fyrir ríkið, en það eru til fjölmargar rannsóknir sem sanna það bæði hérlendis og erlendis. Alllir þurfa að skilja tilganginn með þessu öllu saman, nú virðist sem að það sé komið af stað. Fáir verða afreksmenn eða konur en annars erum við að ala upp góða þjóðfélagsþegna, skattgreiðendur, leiðtoga, þjálfara, dómara og búa til gott framtíðarfólk. Afreksfólkið kemur síðan út úr þessu góða og heilbrigða þjóðfélagi og á að geta haft umgjörð og farið í vegferð í þá átt að takast á við keppni á meðal þeirra bestu í heimi. Ég hef verið spurður að því í þessu ferli síðan það var tilkynnt að ég tæki við þessu starfi hvort þetta væri ekki óraunhæft að geta orðið best í heimi. Ég hef ávallt svarað því neitandi og að vissir aðilar hafa þegar náð þeim árangri í gegnum árin í mismunandi íþróttagreinum. Þrátt fyrir smæð okkar og okkar sérstöðu þar sem sérsamböndin eru veik fjárhagslega, þá tökum við oft þátt í mörgum verkefnum á miðað við stórþjóðirnar. Hvað segir þetta, Íslendingar eru kannski bestir á miðað við smæð landsins og höfðatölu og lítið fjármagn er til staðar í afreksmálunum. En það er því miður ekki keppt í þessu, að vera tiltölulega góð á miðað hvað við erum lítil. Við verðum að búa til umgjörð í kringum okkar afreksfólk og lið þannig að þau séu samkeppnisfær við önnur lönd. Trú mín er að við getum búið til betri umgjörð hér í íþrótta- og afreksstarfinu út af smæðinni og hve fá við erum, það er tiltölulega auðvelt og miklu auðveldara en hjá mörgum stórþjóðum. Hin nýja svæðastefna ríkisins í samvinnu við ÍSÍ og UMFÍ gengur út á að kortleggja starfið á landsvísu í gegnum 8 svæði, mjög skynsamlegt. Mér finnst vera meðvindur á öllum vígstöðvum í að taka næsta skref í stefnumótun til framtíðar, við erum í dauðafæri. En þessi nýja stefna sem verður að vera unnin þverpólitískt eins og hingað til er samfélagsleg skylda okkar allra. Þetta gengur ekki bara út á afreksíþróttir heldur líka farsæld bara- og unglinga, almenningsíþróttir og lýðheilsu almennings. Að lokum vil ég eins og ég byrjaði þessa grein enda hana með annari staðhæfingu sem ég er algerlega fullviss um að sé rétt eftir eitt og hálft ár í mínu starfi. Íslendingar eru upp til hópa kappsamt, eljusamt og duglegt fólk og þess vegna er ungt fólk á Íslandi mjög oft efnilegt til þess að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Ef þessi efni fá umgjörð á heimsmælikvarða með aðgengi að aðstöðu, góðum þjálfurum, réttum verkefnum, hafi fagteymisþjónustu af færustu sérfræðingum og geti einbeitt sér að þessu samhliða námi, þá vinna þau, sigra alla og verða best í heimi. Höfundur er afreksstjóri ÍSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Íþróttir og íþróttaárangur er einfaldasta leiðin til þess að fá hóp af fólki eða til og með heila þjóð til að líða vel í tiltölulega skamman tíma. Í yfir tuttugu ár hef ég endað flesta fyrirlestra sem ég hef haldið víða um heim á ofangreindri staðhæfingu. Er ekki líka búið að margsanna það með rannsóknum að eitt af því mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti. Að eiga góða fjölskyldu, vini, kunningja, að tilheyra hópi, að finna hamingjuna. Íþróttahreyfingin sér m.a. um þetta í samvinnu við skólakerfið, menningarlífið og aðra aðila. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gerðu með sér samkomulag um stefnumótun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi á s.l. ári. Markmiðið með samkomulaginu er að Íslendingar eigi afreksíþróttafólk sem stendur jafnfætis þeim bestu á Norðurlöndum, eða í Evrópu og í vissum tilfellum geti íslenskt íþróttafólk orðið best í heimi í sinni íþróttagrein. Til að ná því markmiði þarf afreksíþróttafólk stuðning á við það sem gerist best, hafa möguleika á að æfa og keppa við bestu aðstæður, hafa vel menntaða þjálfara, hafa aðgengi að sérfræðingum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, mótum og leikjum. Undirritaður var ráðinn sem Afreksstjóri ÍSÍ í fyrra. Helstu verkefnin voru að leiða umræddan starfshóp mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksfólks í íþróttum skipuðum fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar, fulltrúa frá sveitarfélögum og annarra hagsmunaaðila. Haldin var ráðstefna í Hörpunni í nóvember 2023 þar sem hugmyndir að nýrri stefnumótun voru kynntar. Í lok apríl á þessu ári voru svo niðurstöður starfshópsins kynntar. Síðan þá hefur áfram verið unnið að móta aðgerðáætlun sem á að koma till framkvæmda á árinu 2025. Í stuttu máli gengur hin nýja skipulagning út að stofna Afreksmiðstöð Íslands sem yrði stjórnstöð afreksíþrótta á Íslandi í samvinnu við þau 34 sérsambönd innan ÍSÍ. Þetta hefur staðið til í 20-30 ár en á nú að raungerast og er þetta svipuð skipulagning og er búin að skila góðum árangri á hinum norðurlöndunum og í öðrum minni löndum í Evrópu. Afreksmiðstöðin er því ekkert annað en stuðnings- og eftirlitsaðili sérsambandanna í því að ná góðum og betri árangri í íþróttum á alþjóða mælikvarða. Aðrar áherslur starfshópsins voru að, stofna nýjan launasjóð afreksíþróttafólks og þjálfara, lögð var mikil áhersla á að auka fjármframlög til yngri landsliða og jafna þannig kostnaðarþátttöku í landsliðstarfi. Efla og samræma afreksbrautir framhaldskólanna og styrkt hæfileikamótun ungs íþróttafólks. Auk þess eru settar fram tillögur um að bæta samstarfið við atvinnulífið í sambandi við samstarfssamninga til langs tíma, og að lokum var lagt til að gerð verði úttekt á núverandi fyrirkomulagi íþróttahreyfingarinnar. Starfshópurinn setti fram fjármálaáætlun sem fylgdi hugmyndafræðinni með áætlun næstu fimm árin 2025-2029. Gekk sú áætlun út á að margfalda fjármagnið til íþrótta- og afreksstarfs og að 70% af fjármagninu kæmi úr ríkissjóði og 30% kæmi frá atvinnulífinu. Það er mikið ánægjuefni að Alþingi veitti nýlega 637 milljónum inn í verkefnið og er það um 70% af því fjármagni sem óskað var eftir. Ég vil fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar þakka Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra fyrir að veita þessari tillögu brautargengi auk þess sem ég vil nota tækifærið og þakka þeim þverpólitíska hópi sem vann með okkur að verkefninu sem samanstóð af þingmönnum úr stjórnmálflokkunum. Ásmundur Einar ráðherra mennta- og barnamála og Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands undirrituðu samning til eins árs á Formannafundi ÍSÍ í síðustu viku. Á þeim fundi voru fulltrúar stórnmálaflokkana með stutta framsögu hvert og eitt fyrir hönd síns flokks auk þess sem þau svörðu spurningum frá fulltrúum sérsambanda og íþróttahéraða. Allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um að koma þessum málaflokki inn í fjármálaáætlun til næstu fimm ára 2026-2030, ber að fagna því. Þessi tíu ára stefna gengur út á það að rauður þráður sé í gegnum allt starfið sem byggist mikið á samskiptum, samræðum og samvinnu. Allir aðilar sem tengjast íþrótta- og afreksstarfi þurfa að koma að þessu verkefni á einn eða annan hátt og skilja vegferðina sem framundan er. Þetta er stórt mál sem þarf að taka alvarlega og sýna skilning á frá öllum í þjóðfélaginu. Það er í sjálfu sér ótrúlegt hvað Íslendingar eru að ná góðum árangri í íþróttum á miðað við hvað lítið fjármagn er til staðar auk manneklu. Með íþróttahreyfingunni eiga ríkið, sveitarfélögin, skólakerfið og atvinnulífið að vinna vel saman til framtíðar, það liggur í augum uppi. Við erum að tala um börnin okkar, skóla og íþróttastarf, uppeldi, lýðheilsu, forvarnir, jafnrétti og jaðarhópa, þá er íþróttahreyfingin stærsta fjöldahreyfing á Íslandi með öllu sínu frábæra sjálboðaliðastarfi. Íþróttahreyfingin sparar milljarða á ársgrundvelli fyrir ríkið, en það eru til fjölmargar rannsóknir sem sanna það bæði hérlendis og erlendis. Alllir þurfa að skilja tilganginn með þessu öllu saman, nú virðist sem að það sé komið af stað. Fáir verða afreksmenn eða konur en annars erum við að ala upp góða þjóðfélagsþegna, skattgreiðendur, leiðtoga, þjálfara, dómara og búa til gott framtíðarfólk. Afreksfólkið kemur síðan út úr þessu góða og heilbrigða þjóðfélagi og á að geta haft umgjörð og farið í vegferð í þá átt að takast á við keppni á meðal þeirra bestu í heimi. Ég hef verið spurður að því í þessu ferli síðan það var tilkynnt að ég tæki við þessu starfi hvort þetta væri ekki óraunhæft að geta orðið best í heimi. Ég hef ávallt svarað því neitandi og að vissir aðilar hafa þegar náð þeim árangri í gegnum árin í mismunandi íþróttagreinum. Þrátt fyrir smæð okkar og okkar sérstöðu þar sem sérsamböndin eru veik fjárhagslega, þá tökum við oft þátt í mörgum verkefnum á miðað við stórþjóðirnar. Hvað segir þetta, Íslendingar eru kannski bestir á miðað við smæð landsins og höfðatölu og lítið fjármagn er til staðar í afreksmálunum. En það er því miður ekki keppt í þessu, að vera tiltölulega góð á miðað hvað við erum lítil. Við verðum að búa til umgjörð í kringum okkar afreksfólk og lið þannig að þau séu samkeppnisfær við önnur lönd. Trú mín er að við getum búið til betri umgjörð hér í íþrótta- og afreksstarfinu út af smæðinni og hve fá við erum, það er tiltölulega auðvelt og miklu auðveldara en hjá mörgum stórþjóðum. Hin nýja svæðastefna ríkisins í samvinnu við ÍSÍ og UMFÍ gengur út á að kortleggja starfið á landsvísu í gegnum 8 svæði, mjög skynsamlegt. Mér finnst vera meðvindur á öllum vígstöðvum í að taka næsta skref í stefnumótun til framtíðar, við erum í dauðafæri. En þessi nýja stefna sem verður að vera unnin þverpólitískt eins og hingað til er samfélagsleg skylda okkar allra. Þetta gengur ekki bara út á afreksíþróttir heldur líka farsæld bara- og unglinga, almenningsíþróttir og lýðheilsu almennings. Að lokum vil ég eins og ég byrjaði þessa grein enda hana með annari staðhæfingu sem ég er algerlega fullviss um að sé rétt eftir eitt og hálft ár í mínu starfi. Íslendingar eru upp til hópa kappsamt, eljusamt og duglegt fólk og þess vegna er ungt fólk á Íslandi mjög oft efnilegt til þess að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Ef þessi efni fá umgjörð á heimsmælikvarða með aðgengi að aðstöðu, góðum þjálfurum, réttum verkefnum, hafi fagteymisþjónustu af færustu sérfræðingum og geti einbeitt sér að þessu samhliða námi, þá vinna þau, sigra alla og verða best í heimi. Höfundur er afreksstjóri ÍSÍ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun