Fótbolti

Lands­liðs­konurnar okkar hrifnar af IceGu­ys

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku landsliðskonurnar fagna marki í landsleik en IceGuys eru greinilega vinsælir í hópnum.
Íslensku landsliðskonurnar fagna marki í landsleik en IceGuys eru greinilega vinsælir í hópnum. Vísir/Anton Brink/@iceguysforlife

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman á Spáni en liðið mætir þar Kanada og Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum.

Íslenska liðið er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss næsta sumar en í þessum landsleikjaglugga tryggja síðustu sjö þjóðirnar sig inn á Evrópumótið.

Íslenska liðið fær í staðinn tvo hörkuleiki til að undirbúa sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Ísland mætir Kanada á morgun 29. nóvember og spilar síðan við Danmörku 2. desember.

Íslenska liðið hefur nýtt dagana á Spáni vel til æfinga en það er líka tími fyrir smá samfélagsmiðlaverkefni.

Samfélagsmiðlafólk Knattspyrnusamband Íslands fékk nefnilega íslensku stelpurnar til að velja sér sitt uppáhalds jólalag.

Þar vakti athygli hvað íslensku landsliðskonurnar okkar eru hrifnar af IceGuys.

Það nefndi bara ein Siggu Beinteins en Björgvin Halldórsson, Svala Björgvinsdóttir, Rut Reginadls, Ellý Vilhjálmsdóttir eða Helga Möller komust aftur á móti ekki á blað.

Allar nefndu þær samt íslensk jólalög nema tvær auk þess að ein sagðist vera Grinch því hún hlusti ekki á jólalög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×