Innlent

Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld

Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari. Vísir

Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun.

Samninganefndir lækna og ríkisins sitja hins vegar enn á fundi í Karphúsinu. Framan af degi vonaðist ríkissáttasemjari til að hægt yrði að ganga frá samningi í dag en hann segir tæknilegar útfærslur hafa reynst flóknari en búist var við.

Ekki væri útilokað að skrifað verði undir samninga við lækna í kvöld en ef ekki verði fundum framhaldið á morgun. Deiluaðilar væru nokkurn veginn einhuga um að ná samningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×