Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Margir vilja að heilbrigðiskerfið sé rekið í meiri einkarekstri. Vísir/Vilhelm Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum könnunar á vegum Maskínu þar sem spurt var um afstöðu til einkareksturs í heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu. Þar kemur einnig fram að 28 prósent vilja auka einkarekstur í menntakerfinu, 45 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu og 27 prósent draga úr einkarekstri. Í samgöngumálum vilja 34 prósent vilja halda rekstrarforminu óbreyttu og 28 prósent draga úr einkarekstri. Niðurstöður í skoðanakönnun Maskínu.Maskína Kjósendur Lýðræðisflokksins vilja aukinn einkarekstur Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar má sjá að mestur stuðningur við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er hjá þeim sem styðja Lýðræðisflokkinn þar sem 90,3 prósent styðja hann, Miðflokkinn þar sem 66,8 prósent styðja aukna einkavæðingu, hjá 80,3 prósent af þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og 51,9 prósent þeirra sem kjósa Viðreisn. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 72,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri, hjá 79,3 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins og 58,4 prósent kjósenda Pírata. Ekki er mikill munur á stuðningi karla og kvenna þó að hann sé meiri hjá körlum þar sem 46 prósent segjast styðja meiri einkarekstur og svipaður stuðningur í öllum aldursflokkum, en þó mestur hjá þeim yngstu en 51,9 prósent þeirra sem eru 18 til 29 ára segjast styðja aukinn einkarekstur. Þá er stuðningur við meiri einkarekstur svipaður eftir landshlutum en þó mælist hann meiri í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Norðurlandi og svo mestur á Suðurlandi og Reykjanesi. Mesta andstaðan er í Reykjavík. Meiri stuðningur við einkarekstur hjá þeim sem yngri eru og hjá körlum Þegar niðurstöður eru skoðaðar í menntakerfinu kemur fram að stuðningur við aukinn einkarekstur er mestur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins þar sem 88,9 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur og kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 66 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 62,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og hjá kjósendum Sósíalistaflokksins en 74,5 prósent þeirra segjast vilja draga úr einkarekstri. Töluverð andstaða við það er líka hjá kjósendum Samfylkingar (38,5%) og Pírata (46,4%). Meiri stuðningur við aukinn einkarekstur er hjá körlum en konum og meiri stuðningur við það hjá þeim sem yngri eru en hjá þeim sem eru eldri. Meiri andstaða er við auknum einkarekstri í menntakerfinu en stuðningur.Vísir/Vilhelm Þegar litið er nánar í niðurstöður um samgöngukerfið má sjá að aftur er mestur stuðningur við aukinn einkarekstur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins en 78,7 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. 67,9 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins segja það sama. Þá mælist einnig töluverður stuðningur hjá kjósendum Viðreisnar (47,3%), Miðflokksins (44,3%) og Framsóknarflokksins (35,9%). Mikil andstaða við það er hjá kjósendum Sósíalistaflokksins þar sem 71,8 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og svo hjá kjósendum Vinstri grænna (59%) og Pírata (57,1%). Töluverð andstaða við það mælist einnig hjá kjósendum Samfylkingar (36,9%) og Flokks fólksins (34,8%). Þá er aftur meiri stuðningur við aukinn einkarekstur hjá körlum en konum og meiri stuðningur hjá þeim sem yngri eru en þeim sem eldri eru. Stuðningur er svipaður í öllum landshlutum en mestur á Suðurlandi og Reykjanesi þar sem hann er Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og fór fram dagana 15. til 20. nóvember. Svarendur voru 1.454 talsins. Skoðanakannanir Heilbrigðismál Samgöngur Skóla- og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum könnunar á vegum Maskínu þar sem spurt var um afstöðu til einkareksturs í heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu. Þar kemur einnig fram að 28 prósent vilja auka einkarekstur í menntakerfinu, 45 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu og 27 prósent draga úr einkarekstri. Í samgöngumálum vilja 34 prósent vilja halda rekstrarforminu óbreyttu og 28 prósent draga úr einkarekstri. Niðurstöður í skoðanakönnun Maskínu.Maskína Kjósendur Lýðræðisflokksins vilja aukinn einkarekstur Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar má sjá að mestur stuðningur við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er hjá þeim sem styðja Lýðræðisflokkinn þar sem 90,3 prósent styðja hann, Miðflokkinn þar sem 66,8 prósent styðja aukna einkavæðingu, hjá 80,3 prósent af þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og 51,9 prósent þeirra sem kjósa Viðreisn. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 72,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri, hjá 79,3 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins og 58,4 prósent kjósenda Pírata. Ekki er mikill munur á stuðningi karla og kvenna þó að hann sé meiri hjá körlum þar sem 46 prósent segjast styðja meiri einkarekstur og svipaður stuðningur í öllum aldursflokkum, en þó mestur hjá þeim yngstu en 51,9 prósent þeirra sem eru 18 til 29 ára segjast styðja aukinn einkarekstur. Þá er stuðningur við meiri einkarekstur svipaður eftir landshlutum en þó mælist hann meiri í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Norðurlandi og svo mestur á Suðurlandi og Reykjanesi. Mesta andstaðan er í Reykjavík. Meiri stuðningur við einkarekstur hjá þeim sem yngri eru og hjá körlum Þegar niðurstöður eru skoðaðar í menntakerfinu kemur fram að stuðningur við aukinn einkarekstur er mestur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins þar sem 88,9 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur og kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 66 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 62,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og hjá kjósendum Sósíalistaflokksins en 74,5 prósent þeirra segjast vilja draga úr einkarekstri. Töluverð andstaða við það er líka hjá kjósendum Samfylkingar (38,5%) og Pírata (46,4%). Meiri stuðningur við aukinn einkarekstur er hjá körlum en konum og meiri stuðningur við það hjá þeim sem yngri eru en hjá þeim sem eru eldri. Meiri andstaða er við auknum einkarekstri í menntakerfinu en stuðningur.Vísir/Vilhelm Þegar litið er nánar í niðurstöður um samgöngukerfið má sjá að aftur er mestur stuðningur við aukinn einkarekstur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins en 78,7 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. 67,9 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins segja það sama. Þá mælist einnig töluverður stuðningur hjá kjósendum Viðreisnar (47,3%), Miðflokksins (44,3%) og Framsóknarflokksins (35,9%). Mikil andstaða við það er hjá kjósendum Sósíalistaflokksins þar sem 71,8 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og svo hjá kjósendum Vinstri grænna (59%) og Pírata (57,1%). Töluverð andstaða við það mælist einnig hjá kjósendum Samfylkingar (36,9%) og Flokks fólksins (34,8%). Þá er aftur meiri stuðningur við aukinn einkarekstur hjá körlum en konum og meiri stuðningur hjá þeim sem yngri eru en þeim sem eldri eru. Stuðningur er svipaður í öllum landshlutum en mestur á Suðurlandi og Reykjanesi þar sem hann er Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og fór fram dagana 15. til 20. nóvember. Svarendur voru 1.454 talsins.
Skoðanakannanir Heilbrigðismál Samgöngur Skóla- og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira