Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 11:32 Jeeno Thitikul var að sjálfsögðu mjög ánægð með sigur sinn sem færði henni stóra peningaupphæð auk bikarsins. Getty/Michael Reaves Jeeno Thitikul tryggði sér sigur á lokamóti LPGA mótaraðarinnar í gær eftir frábæra spilamennsku á lokaholunum. Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu. Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár. Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu. Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna. Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022. Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni. Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna. “Definitely spend it!” 😂🏆Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024 Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu. Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár. Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu. Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna. Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022. Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni. Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna. “Definitely spend it!” 😂🏆Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira