Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 13:31 Vladimír Pútín og Kim Jong Un þegar þeir skrifuðu undir varnarsáttmála í sumar. AP/Kristina Kormilitsyna Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. Rússland og Norður-Kórea hafa aukið samstarf þeirra á sviði varnarmála og hafa Norðurkóreumenn sent Rússum umfangsmikið magn hergagna, skotfæra og stórskotaliðsvopna. Ráðamenn í Suður-Kóreu staðfestu í vikunni að stórskotaliðsvopn hefðu verið flutt til Rússland og líklega hefðu hermenn fylgt þeim, sem hefðu það verkefni að kenna rússneskum hermönnum á þau. Áður höfðu myndir af þessum vopnakerfum á lestum verið birtar á samfélagsmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Næstu mánuðir skipta sköpum Í nýlegu viðtalið í Suður-Kóreu sagði Shin Won Sik, áðurnefndur þjóðaröryggisráðherra, að talið væri að auk bættra loftvarna og gervihnattatækni sé talið að Norður-Kórea hafi einnig fengið efnahagsaðstoð frá Rússlandi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja forsvarsmenn leyniþjónusta Suður-Kóreu að hermenn frá Norður-Kóreu hafi verið tengdir fallhlífarhermönnum og landgönguliðum í Rússlandi og að þeir hafi þegar tekið þátt í bardögum við úkraínska hermenn. Shin Won Sik, þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu.AP/Shin Hyun Woo Herforingi sagður hafa særst í Kúrsk Vestrænir embættismenn segja að herforingi frá Norður-Kóreu hafi særst í árás Úkraínumanna á stjórnstöð rússneska hersins í Kúrskhéraði í Rússlandi á dögunum. Notast var við breskar Storm Shadow stýriflaugar til árásarinnar. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni fá aðstoð frá Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, við þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn langar leiðir. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur frá Suður-Kóreu að líklega hafi Rússar sent S-400 loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjár til Norður-Kóreu. Það er talið eitt af háþróuðustu loftvarnarkerfum Rússlands en áðurnefndur sérfræðingur segir óljóst hve mikið slík kerfi geta styrkt loftvarnir Norður-Kóreu. Þau hafi til að mynda reynst illa gegn drónaárásum Úkraínumanna. Talið er að í heildina þurfi loftvarnarkerfi Norður-Kóreu umtalsverða nútímavæðingu. Þau kerfi sem Kim á nú þegar eru orðin verulega gömul og sérfræðingar segja erfitt fyrir Norðurkóreumenn eina að gera umtalsverðar breytingar þar á. Auka samvinnu í efnahagsmálum Nýleg rannsókn bresku samtakanna Open Source Centre og BBC gefur til kynna að Norður-Kórea sé líklega að flytja inn töluvert meira en eina milljón tunna af olíu frá Rússlandi á þessu ári. Olíuflutningaskipum hefur verið siglt til Vostochny í Rússlandi oftar en fjörutíu sinnum frá því í mars, samkvæmt gervihnattarmyndum og öðrum gögnum sem þeir sem að rannsókninni komu fóru yfir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar samþykktu á sínum tíma, mega Norðurkóreumenn ekki flytja inn meira en hálfa milljón tunna af olíu á ári. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því á dögunum að erindrekar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu komist að samkomulagi um aukinni samvinnu í efnahagsmálum. Alexandr Kozlov, ráðherra auðlinda og umhverfis í Rússlandi, ferðaðist síðasta sunnudag til Norður-Kóreu og fundaði þar með Kim og öðrum ráðamönnum. Í sömu flugvél voru rúmlega sjötíu dýr úr dýragörðum í Rússlandi sem Pútín gaf sem gjöf til dýragarðs Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum Rússlands að Kozlov og norðurkóresku ráðamennirnir hafi meðal annars komist að samkomulagi um að fjölga flugferðum milli ríkjanna til að ýta undir ferðamennsku í Norður-Kóreu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Dýr Tengdar fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Rússland og Norður-Kórea hafa aukið samstarf þeirra á sviði varnarmála og hafa Norðurkóreumenn sent Rússum umfangsmikið magn hergagna, skotfæra og stórskotaliðsvopna. Ráðamenn í Suður-Kóreu staðfestu í vikunni að stórskotaliðsvopn hefðu verið flutt til Rússland og líklega hefðu hermenn fylgt þeim, sem hefðu það verkefni að kenna rússneskum hermönnum á þau. Áður höfðu myndir af þessum vopnakerfum á lestum verið birtar á samfélagsmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Næstu mánuðir skipta sköpum Í nýlegu viðtalið í Suður-Kóreu sagði Shin Won Sik, áðurnefndur þjóðaröryggisráðherra, að talið væri að auk bættra loftvarna og gervihnattatækni sé talið að Norður-Kórea hafi einnig fengið efnahagsaðstoð frá Rússlandi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja forsvarsmenn leyniþjónusta Suður-Kóreu að hermenn frá Norður-Kóreu hafi verið tengdir fallhlífarhermönnum og landgönguliðum í Rússlandi og að þeir hafi þegar tekið þátt í bardögum við úkraínska hermenn. Shin Won Sik, þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu.AP/Shin Hyun Woo Herforingi sagður hafa særst í Kúrsk Vestrænir embættismenn segja að herforingi frá Norður-Kóreu hafi særst í árás Úkraínumanna á stjórnstöð rússneska hersins í Kúrskhéraði í Rússlandi á dögunum. Notast var við breskar Storm Shadow stýriflaugar til árásarinnar. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni fá aðstoð frá Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, við þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn langar leiðir. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur frá Suður-Kóreu að líklega hafi Rússar sent S-400 loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjár til Norður-Kóreu. Það er talið eitt af háþróuðustu loftvarnarkerfum Rússlands en áðurnefndur sérfræðingur segir óljóst hve mikið slík kerfi geta styrkt loftvarnir Norður-Kóreu. Þau hafi til að mynda reynst illa gegn drónaárásum Úkraínumanna. Talið er að í heildina þurfi loftvarnarkerfi Norður-Kóreu umtalsverða nútímavæðingu. Þau kerfi sem Kim á nú þegar eru orðin verulega gömul og sérfræðingar segja erfitt fyrir Norðurkóreumenn eina að gera umtalsverðar breytingar þar á. Auka samvinnu í efnahagsmálum Nýleg rannsókn bresku samtakanna Open Source Centre og BBC gefur til kynna að Norður-Kórea sé líklega að flytja inn töluvert meira en eina milljón tunna af olíu frá Rússlandi á þessu ári. Olíuflutningaskipum hefur verið siglt til Vostochny í Rússlandi oftar en fjörutíu sinnum frá því í mars, samkvæmt gervihnattarmyndum og öðrum gögnum sem þeir sem að rannsókninni komu fóru yfir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar samþykktu á sínum tíma, mega Norðurkóreumenn ekki flytja inn meira en hálfa milljón tunna af olíu á ári. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því á dögunum að erindrekar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu komist að samkomulagi um aukinni samvinnu í efnahagsmálum. Alexandr Kozlov, ráðherra auðlinda og umhverfis í Rússlandi, ferðaðist síðasta sunnudag til Norður-Kóreu og fundaði þar með Kim og öðrum ráðamönnum. Í sömu flugvél voru rúmlega sjötíu dýr úr dýragörðum í Rússlandi sem Pútín gaf sem gjöf til dýragarðs Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum Rússlands að Kozlov og norðurkóresku ráðamennirnir hafi meðal annars komist að samkomulagi um að fjölga flugferðum milli ríkjanna til að ýta undir ferðamennsku í Norður-Kóreu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Dýr Tengdar fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48
Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22