Sport

Dag­skráin: Stærsta boxmót ársins á Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Rúnar með verðlaunagripinn á Icebox.
Davíð Rúnar með verðlaunagripinn á Icebox. Visir/Sigurjón

Það eru fullt af beinum útsendingum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld eins og á hinum dögum vikunnar. Hnefaleikar, formúla 1, fótbolti, borðtennis og golf eru í boði að þessu sinni.

Stærsta útsending kvöldsins er frá Icebox sem er stærsta boxmót ársins á Íslandi.

Það má sjá Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr spila í beinni í sádíarabíska fótboltanum og útsendingu frá lokamótinu á LPGA mótaröðinni í golfi.

Dagurinn byrjar á heimsbikarmóti í borðtennis en í nótt er síðan sýnt beint frá æfingu og tímatöku fyrir Las Vegas kappaksturinn i formúlu 1.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 hefst útsending frá Icebox sem er stærsta boxmót ársins á Íslandi.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.00 hefst útsending frá LPGA-mótinu CME Group Tour Championship sem er lokamót ársins og er haldið í Naples í Flórída fylki.

Vodafone Sport

Klukkan 9.00 hefst útsending frá leik heimsbikarmóti í borðtennis.

Klukkan 16.55 hefst bein útsending frá leik Al Nassr og Al Qadisah í sádíarabíska fótboltanum.

Klukkan 19.25 hefst bein útsending frá leik Bayern München og Augsburg í þýsku bundesligunni.

Klukkan 02.25 hefst útsending frá þriðju æfingu fyrir formúlu 1 kappaksturinn í Las Vegas.

Klukkan 05.45 hefst útsending frá tímatöku fyrir formúlu 1 kappaksturinn í Las Vegas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×