Innlent

Hraun rann yfir Grinda­víkur­veg

Atli Ísleifsson skrifar
Hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt, eins og sést á þessari mynd sem tekin var í morgunsárið.
Hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt, eins og sést á þessari mynd sem tekin var í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Hraun rann yfir Grindavíkurveg upp úr klukkan half fimm í nótt og nálgast það nú Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á umræddri hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni, en eldgos hófst klukkan 23:14 í gærkvöldi og hefur það haldið áfram í nótt.

„Aðeins hefur dregið úr virkni á gossprungunni, áfram er sprungan virkust um miðbik hennar. Hraunflæði er áfram til vesturs og norðurs.

Vestari hrauntungan, sú sem rennur milli Sýlingarfells og Stóra Skógfells, rann yfir Grindavíkurveg rúmlega kl. 04:30 og nálgast Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á þessari hrauntungu er um 300 m á klst. Nyrðri hrauntungan rennur ekki í átt að neinum innviðum.

Von er á uppfærðri frétt frá Veðurstofu, þar sem nánar verður farið í atburði næturinnar, upp úr kl. 10,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Eldgos er hafið

Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 í gærkvöldi, 20. nóvember eftir að aukin skjálftavirkni mældist á svæðinu á ellefta tímanum og merkja mátti breytingu á þrýstingi við borholur í Svartsengi. Búið er að virkja neyðarstig almannavarna og samhæfingarmiðstöð. 

Kort af staðsetningu gossprungunnar

Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×