Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2024 01:46 „Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari,“ segir Eiríkur Óli um viðbrögð afastráksins síns við gosinu. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. „Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira