Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar 21. nóvember 2024 07:30 Kosningarnar 30. nóvember næstkomandi snúast um hugmyndafræði. Þær snúast um hvert samfélagið velur að stefna næstu fjögur ár. Hvort kjósendur velja hægri flokka sem setja aukin ójöfnuð á dagskrá, með niðurskurðarstefnu og einkavæðingu eða hvort kjósendur velja vinstriflokka sem vilja vinna að auknum jöfnuði, öflugri samneyslu og bættu velferðarkerfi. Ef hægrisveifla verður niðurstaðan munu flokkar með óskýra stefnu á miðjunni dragast til hægri með tilheyrandi áhrifum á jöfnuð í landinu. Án VG á þingi verða litlir möguleikar á félagshyggjustjórn og aðhald frá vinstri verður ómarkvisst. Síðustu sjö ár, þangað til fyrir mánuði síðan, hefur VG verið í ríkisstjórn. Á þeim tíma voru í tvígang gerðir kjarasamningar til langs tíma sem ekki hefðu verið mögulegir ef að stjórnvöld hefðu ekki komið að þeim með myndarlegum hætti. Um þessa aðkomu var stundum hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnar. En sem betur fer urðu sjónarmið okkar sem hugsum í samfélagslegum lausnum ofan á og ríkið kom með stór útspil í þágu vinnandi fólks í landinu. Aðgerðirnar snerust um að skattbyrði var létt á lægstu laun með þrepaskiptingu skattkerfis, lengingu fæðingarorlofs og nú síðast með gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskóla svo aðeins það helsta sé nefnt. Þessar aðgerðir voru í þágu félagslegs stöðugleika, en án hans verður engin efnahagslegur stöðugleiki. Í dag uppskárum við svo ávinning af hófsömum samningum aðila vinnumarkaðarins síðastliðinn vetur, þegar Seðlabankinn ákvað að létta vaxtaokrinu um hálft prósentustig niður í 8,5%. Þessi lækkun hefur í för með sér miklar kjarabætur fyrir þau sem skulda en mjög mikilvægt er að við náum vöxtum niður á næstu mánuðum fyrir almenning í landinu en ég tel allar forsendur til staðar að svo verði. Tækifæri, lífvænleg laun og velferð Efnahagsstefna Vinstri grænna miðar að einföldum og klassískum markmiðum. Að ófaglærðir hafi lífvænleg laun og byrðar lágmarkaðar á þau sem hafa minnst efni. Að stjórnvöld geri ungu fólki kleift að komast til mennta, koma undir sig fótunum og þaki yfir höfuðið. Þetta eiga að vera helstu markmið stjórnvalda á hverjum tíma. Þetta verður best tryggt með réttlátri efnahagsstefnu frá vinstri en ekki með kreddum og kennisetningum hægrisins. Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að tryggja húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta. Húsnæðisverð er það sem keyrir áfram drjúgan hluta af hækkun vísitölu og þar með vaxtastigið. Hátt leiguverð er íþyngjandi fyrir hluta fólks, sérstaklega þau með lágar tekjur. Við þurfum koma í veg fyrir að húsnæði sé keypt í þeim tilgangi að vera fjárfestingarvara fyrir peningafólk. Þetta verður ekki leyst öðruvísi en með félagslegum lausnum. Við eigum að byggja íbúðir með verkalýðsfélögum í samvinnu við sveitarfélögin. Ekki stofna til ófriðar við verkalýðsfélög með því að ráðast að verkfallsrétti verkafólks eins og of mörg framboð vildu á fundi með Samtökum atvinnulífsins á dögunum. Vinstristefnan viðurkennir að það sé velferðarkerfið sem verðmætasköpun byggir á. Án opinberra starfsmanna séu engin skilyrði fyrir atvinnulífið til að skapa verðmæti til útflutnings. Atvinnulíf þarf á starfsfólki að halda og forsenda þess að við sköpum góðan mannauð er öflugt menntakerfi sem byggir á jöfnuði, þar sem öll hafa tækifæri á að blómstra án tillits til efnahags- og félagslegrar stöðu foreldra. Það er betra fyrir öll að það sé jöfnuður í samfélaginu, að það sé jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að menntakerfið taki á móti börnum án tillits til bakgrunns. Það var vegna þess sem VG barðist fyrir því að skattbyrði yrði lækkuð á tekjulægri, að skólamáltíðir yrðu gjaldfrjálsar, að bætur yrðu hækkaðar, í takt við sanngjarnar kröfur verkalýðsfélaga síðustu ár. Með því að öll hafi tækifæri á að blómstra þá verðum við ekki bara réttlátara samfélag, við verðum ríkara samfélag. Ástæðan fyrir því að Ísland er ríkt velferðarþjóðfélag er ekki auðlindir, kvótakerfi, stóriðja eða aðrar þær söguskýringar sem bornar eru á borð fyrir almenning, þótt þessi atriði skipti máli. Hin raunverulega ástæða er sú að konur fóru út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, réttindi sem voru sótt en ekki gefin og tvöfölduðu þar með þann mannauð sem stundaði störf utan heimilis. Verkefnin í þágu jafnréttis eru ennþá næg, jafnrétti kynjanna er síður en svo náð og mikið verk óunnið í þágu jafnréttis á Íslandi hvort sem litið er til kjara, kynbundins ofbeldis eða efnahagslegrar stöðu. VG hafnar einkavæðingu Margar slæmar hugmyndir hafa verið reifaðar í aðdraganda kosninganna. Þær verstu eru þær sem snúa að því að auka einkarekstur í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu. Þessar aðferðir hafa hvarvetna leitt til verra samfélags. Það sem fyrst er kynnt sem „aukið frelsi fyrir foreldra að velja skóla“ leiðir fljótlega til frelsis skóla til að velja nemendur. Einkaskólarnir og einkareknu heilsugæslurnar rísa í hverfum þar sem tekjur eru háar. Þetta sýnir reynsla t.d. Svía síðustu áratugi. Þjónusta batnar kannski fyrir þau sem hafa góðar tekjur og færri vandamál, þar sem félagslegt bakland er sterkt. En fyrir þau sem kannski þurfa mestu heilbrigðisþjónustuna eða mesta stuðninginn í skólakerfinu þar verða minnstar bjargir. Það er það sem gerist þegar arðsemiskrafa eykst og markaðsvæðingu er sleppt lausri. Þessu hafa hægri flokkar landsins talað fyrir. Velferðarkerfið er hornsteinn Það er vegna þessa sem við höfnun einkavæðingu í velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfinu. Arðsemiskröfur eiga ekki við þegar hið opinbera er að veita þjónustu. Hún á að vera í þágu þeirra sem þurfa og greidd af þeim sem geta. Þessi þjónusta kostar og við erum óhrædd að segja það. Við teljum að hægt sé að gera umbætur á tekjuöflun, með því að koma upp framsæknu skattkerfi þar sem að ríkasta 1% landsmanna greiði mun hærra hlutfall fjármagnstekna heldur en almenningur með hóflegan sparnað. Þrepaskipting á alls staðar við í tekjuöflun, þannig að þau sem hafi meira, leggi meira til samfélagsins heldur en þau sem lítið hafa. Skattbyrði á lægstu laun á að vera lítil og tilfærslukerfin nýtt til þess að jafna stöðu. Samkvæmt greiningum á fátækt á Íslandi er hægt að lyfta þeim hópum sem eru við eða undir lágtekjumörkum upp úr fátækt. Til mikils er að vinna að það takist, bæði vegna þess að það er rétt að gera það og vegna þess að jafnara samfélag er betra samfélag fyrir okkur öll. Það þarf pólitískan vilja til að stíga þessi skref. Við í VG höfum þann vilja. Án vinstri verða mistök Þegar hægriflokkar geta munu þau nota pólitískt afl til þess að keyra í gegn breytingar á samfélaginu í átt að aukinni markaðshyggju. VG hefur um árabil haft mikil áhrif í átt til félagshyggju en líka verið viðnám og stöðvað slíkar tilraunir, hvort sem er utan eða innan ríkisstjórnar. Við munum áfram vera á vaktinni fyrir almenning og náttúru fáum við til þess stuðning 30. nóvember. Höfundur er formaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaramál Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningarnar 30. nóvember næstkomandi snúast um hugmyndafræði. Þær snúast um hvert samfélagið velur að stefna næstu fjögur ár. Hvort kjósendur velja hægri flokka sem setja aukin ójöfnuð á dagskrá, með niðurskurðarstefnu og einkavæðingu eða hvort kjósendur velja vinstriflokka sem vilja vinna að auknum jöfnuði, öflugri samneyslu og bættu velferðarkerfi. Ef hægrisveifla verður niðurstaðan munu flokkar með óskýra stefnu á miðjunni dragast til hægri með tilheyrandi áhrifum á jöfnuð í landinu. Án VG á þingi verða litlir möguleikar á félagshyggjustjórn og aðhald frá vinstri verður ómarkvisst. Síðustu sjö ár, þangað til fyrir mánuði síðan, hefur VG verið í ríkisstjórn. Á þeim tíma voru í tvígang gerðir kjarasamningar til langs tíma sem ekki hefðu verið mögulegir ef að stjórnvöld hefðu ekki komið að þeim með myndarlegum hætti. Um þessa aðkomu var stundum hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnar. En sem betur fer urðu sjónarmið okkar sem hugsum í samfélagslegum lausnum ofan á og ríkið kom með stór útspil í þágu vinnandi fólks í landinu. Aðgerðirnar snerust um að skattbyrði var létt á lægstu laun með þrepaskiptingu skattkerfis, lengingu fæðingarorlofs og nú síðast með gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskóla svo aðeins það helsta sé nefnt. Þessar aðgerðir voru í þágu félagslegs stöðugleika, en án hans verður engin efnahagslegur stöðugleiki. Í dag uppskárum við svo ávinning af hófsömum samningum aðila vinnumarkaðarins síðastliðinn vetur, þegar Seðlabankinn ákvað að létta vaxtaokrinu um hálft prósentustig niður í 8,5%. Þessi lækkun hefur í för með sér miklar kjarabætur fyrir þau sem skulda en mjög mikilvægt er að við náum vöxtum niður á næstu mánuðum fyrir almenning í landinu en ég tel allar forsendur til staðar að svo verði. Tækifæri, lífvænleg laun og velferð Efnahagsstefna Vinstri grænna miðar að einföldum og klassískum markmiðum. Að ófaglærðir hafi lífvænleg laun og byrðar lágmarkaðar á þau sem hafa minnst efni. Að stjórnvöld geri ungu fólki kleift að komast til mennta, koma undir sig fótunum og þaki yfir höfuðið. Þetta eiga að vera helstu markmið stjórnvalda á hverjum tíma. Þetta verður best tryggt með réttlátri efnahagsstefnu frá vinstri en ekki með kreddum og kennisetningum hægrisins. Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að tryggja húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta. Húsnæðisverð er það sem keyrir áfram drjúgan hluta af hækkun vísitölu og þar með vaxtastigið. Hátt leiguverð er íþyngjandi fyrir hluta fólks, sérstaklega þau með lágar tekjur. Við þurfum koma í veg fyrir að húsnæði sé keypt í þeim tilgangi að vera fjárfestingarvara fyrir peningafólk. Þetta verður ekki leyst öðruvísi en með félagslegum lausnum. Við eigum að byggja íbúðir með verkalýðsfélögum í samvinnu við sveitarfélögin. Ekki stofna til ófriðar við verkalýðsfélög með því að ráðast að verkfallsrétti verkafólks eins og of mörg framboð vildu á fundi með Samtökum atvinnulífsins á dögunum. Vinstristefnan viðurkennir að það sé velferðarkerfið sem verðmætasköpun byggir á. Án opinberra starfsmanna séu engin skilyrði fyrir atvinnulífið til að skapa verðmæti til útflutnings. Atvinnulíf þarf á starfsfólki að halda og forsenda þess að við sköpum góðan mannauð er öflugt menntakerfi sem byggir á jöfnuði, þar sem öll hafa tækifæri á að blómstra án tillits til efnahags- og félagslegrar stöðu foreldra. Það er betra fyrir öll að það sé jöfnuður í samfélaginu, að það sé jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að menntakerfið taki á móti börnum án tillits til bakgrunns. Það var vegna þess sem VG barðist fyrir því að skattbyrði yrði lækkuð á tekjulægri, að skólamáltíðir yrðu gjaldfrjálsar, að bætur yrðu hækkaðar, í takt við sanngjarnar kröfur verkalýðsfélaga síðustu ár. Með því að öll hafi tækifæri á að blómstra þá verðum við ekki bara réttlátara samfélag, við verðum ríkara samfélag. Ástæðan fyrir því að Ísland er ríkt velferðarþjóðfélag er ekki auðlindir, kvótakerfi, stóriðja eða aðrar þær söguskýringar sem bornar eru á borð fyrir almenning, þótt þessi atriði skipti máli. Hin raunverulega ástæða er sú að konur fóru út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, réttindi sem voru sótt en ekki gefin og tvöfölduðu þar með þann mannauð sem stundaði störf utan heimilis. Verkefnin í þágu jafnréttis eru ennþá næg, jafnrétti kynjanna er síður en svo náð og mikið verk óunnið í þágu jafnréttis á Íslandi hvort sem litið er til kjara, kynbundins ofbeldis eða efnahagslegrar stöðu. VG hafnar einkavæðingu Margar slæmar hugmyndir hafa verið reifaðar í aðdraganda kosninganna. Þær verstu eru þær sem snúa að því að auka einkarekstur í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu. Þessar aðferðir hafa hvarvetna leitt til verra samfélags. Það sem fyrst er kynnt sem „aukið frelsi fyrir foreldra að velja skóla“ leiðir fljótlega til frelsis skóla til að velja nemendur. Einkaskólarnir og einkareknu heilsugæslurnar rísa í hverfum þar sem tekjur eru háar. Þetta sýnir reynsla t.d. Svía síðustu áratugi. Þjónusta batnar kannski fyrir þau sem hafa góðar tekjur og færri vandamál, þar sem félagslegt bakland er sterkt. En fyrir þau sem kannski þurfa mestu heilbrigðisþjónustuna eða mesta stuðninginn í skólakerfinu þar verða minnstar bjargir. Það er það sem gerist þegar arðsemiskrafa eykst og markaðsvæðingu er sleppt lausri. Þessu hafa hægri flokkar landsins talað fyrir. Velferðarkerfið er hornsteinn Það er vegna þessa sem við höfnun einkavæðingu í velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfinu. Arðsemiskröfur eiga ekki við þegar hið opinbera er að veita þjónustu. Hún á að vera í þágu þeirra sem þurfa og greidd af þeim sem geta. Þessi þjónusta kostar og við erum óhrædd að segja það. Við teljum að hægt sé að gera umbætur á tekjuöflun, með því að koma upp framsæknu skattkerfi þar sem að ríkasta 1% landsmanna greiði mun hærra hlutfall fjármagnstekna heldur en almenningur með hóflegan sparnað. Þrepaskipting á alls staðar við í tekjuöflun, þannig að þau sem hafi meira, leggi meira til samfélagsins heldur en þau sem lítið hafa. Skattbyrði á lægstu laun á að vera lítil og tilfærslukerfin nýtt til þess að jafna stöðu. Samkvæmt greiningum á fátækt á Íslandi er hægt að lyfta þeim hópum sem eru við eða undir lágtekjumörkum upp úr fátækt. Til mikils er að vinna að það takist, bæði vegna þess að það er rétt að gera það og vegna þess að jafnara samfélag er betra samfélag fyrir okkur öll. Það þarf pólitískan vilja til að stíga þessi skref. Við í VG höfum þann vilja. Án vinstri verða mistök Þegar hægriflokkar geta munu þau nota pólitískt afl til þess að keyra í gegn breytingar á samfélaginu í átt að aukinni markaðshyggju. VG hefur um árabil haft mikil áhrif í átt til félagshyggju en líka verið viðnám og stöðvað slíkar tilraunir, hvort sem er utan eða innan ríkisstjórnar. Við munum áfram vera á vaktinni fyrir almenning og náttúru fáum við til þess stuðning 30. nóvember. Höfundur er formaður VG
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun