„Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2024 19:15 Guðlaugur Victor Pálsson kom inn í vörnina með Sverri Inga Ingasyni snemma leiks í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic Guðlaugur Victor Pálsson kom óvænt snemma inn í lið Íslands í kvöld og stóð sig vel í 2-0 sigrinum gegn Svartfellingum. Hann sagði aðstæður og leikinn sjálfan hafa verið hræðilegan. Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11
Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59