Fótbolti

Ísak Berg­mann fær hrós á X: „Åge svelt hann með lands­liðinu“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Líkt og áður höfðu landsmenn ýmislegt að segja um íslenska landsliðið í knattspyrnu sem vann góðan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi ytra í dag. Hér er stiklað á því helsta sem fólk hafði að segja á samfélagsmiðlinum X. 

Åge Hareide leitaði í uppskrift sem hefur áður skilað góðum árangri. 

Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari Íslands var í umræðunni.

Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara meiddur af velli eftir tæplega tuttugu mínútna leik.

Skömmu eftir að Aron Einar fór meiddur af velli skoruðu Svartfellingar en VAR-dæmdi markið af.

Völlurinn var erfiður og að valda leikmönnum vandræðum.

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi í forystu á 74. mínútu eftir skalla frá Mikael Agli Ellertssyni.

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað mark Íslands undir lokin og innsiglaði sigurinn.

Menn voru auðvitað ánægðir þegar sigurinn var í höfn.

Åge Hareide gæti stýrt sínum síðasta leik með Íslandi á þriðjudag gegn Wales því óljóst er hvort hann haldi áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×