Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:47 Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun