Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 06:43 Flestir virðast á því að Trump sé með tilnefningunni að verðlauna Gaetz fyrir hollustu sína. AP/Nathan Howard Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. Mörgum þykir fjarstæðukennt að tilnefna Gaetz í embættið, ekki síst vegna rannsóknarinnar en hann hefur verið sakaður um að hafa átt í sambandi við sautján ára stúlku og mögulega brotið lög gegn mansali. Málið var rannsakað af hálfu dómsmálaráðuneytisins í um tvö ár en lokað án ákæru í fyrra. Siðanefndin hefur hins vegar haft það áfram til umfjöllunar og einnig kannað ásakanir um að Gaetz hafi misnotað kosningaframlög og deilt óviðurkvæmilegum myndum og myndskeiðum á þinginu. Tilnefning Trump virðist hafa komið Repúblikönum jafn mikið á óvart og öðrum og efasemdir eru uppi um að hún nái í gegn á þinginu, þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé nú í meirihluta í báðum deildum. Skýrsla siðanefndarinnar er sögð hafa verið tilbúin til útgáfu og þá hefur New York Times eftir Max Miller, þingmanni Repúblikanaflokksins frá Ohio, að honum þyki hreint út sagt ótrúlegt að Gaetz hyggist beygja sig undir staðfestingarferlið fyrir öldungadeildinni, þar sem allt verður dregið upp á yfirborðið. Á hinn bóginn virðast aðrir þingmenn fegnir að vera lausir við Gaetz. „Það kemur mér á óvart að Matt ætli að gera sjálfum sér þetta,“ segir Miller. „Ég ætla að ná mér í stóran popp og fremsta sætið fyrir það sjónarspil.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mörgum þykir fjarstæðukennt að tilnefna Gaetz í embættið, ekki síst vegna rannsóknarinnar en hann hefur verið sakaður um að hafa átt í sambandi við sautján ára stúlku og mögulega brotið lög gegn mansali. Málið var rannsakað af hálfu dómsmálaráðuneytisins í um tvö ár en lokað án ákæru í fyrra. Siðanefndin hefur hins vegar haft það áfram til umfjöllunar og einnig kannað ásakanir um að Gaetz hafi misnotað kosningaframlög og deilt óviðurkvæmilegum myndum og myndskeiðum á þinginu. Tilnefning Trump virðist hafa komið Repúblikönum jafn mikið á óvart og öðrum og efasemdir eru uppi um að hún nái í gegn á þinginu, þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé nú í meirihluta í báðum deildum. Skýrsla siðanefndarinnar er sögð hafa verið tilbúin til útgáfu og þá hefur New York Times eftir Max Miller, þingmanni Repúblikanaflokksins frá Ohio, að honum þyki hreint út sagt ótrúlegt að Gaetz hyggist beygja sig undir staðfestingarferlið fyrir öldungadeildinni, þar sem allt verður dregið upp á yfirborðið. Á hinn bóginn virðast aðrir þingmenn fegnir að vera lausir við Gaetz. „Það kemur mér á óvart að Matt ætli að gera sjálfum sér þetta,“ segir Miller. „Ég ætla að ná mér í stóran popp og fremsta sætið fyrir það sjónarspil.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira