Innlent

Eftir­lýstur fram­bjóðandi dregur sig í hlé

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Valhöll.
Valhöll. Vísir/Einar

Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Christopher G. Krystynuson, dr. í jarðfræði og verkfræðingur, er eftirlýstur af pólsku lögrgelunni en yfirvöld þar í landi hafa óskað eftir því að maðurinn verði framseldur til Póllands sem íslensk yfirvöld hafa hafnað.

Christopher hefur verið búsettur á Íslandi í áratugi en var áður skráður í þjóðskrá undir nafninu Krzysztof Gajowski og er eftirlýstur undir því nafni fyrir fjársvik af lögreglunni í bænum Gryfino í Póllandi. 

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að Christopher hafi að eigin frumkvæði dregið framboð sitt til baka. „En í ljós hefur komið að hann uppfyllir ekki kjörgengisskilyrði til setu á Alþingi,“ segir í tilkynningunni.

Aðrir sem skipa sæti neðar á framboðslistanum munu því færast upp um eitt sæti. Christopher sagði í samtali við RÚV að málið snúist um fyrirtæki sem hann rak í Póllandi fyrir nærri þremur áratugum. Komið hafi til málaferla eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota.

Hann hafi þá flutt úr landi áður en til refsingar kom og málið því enn óklárað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×