Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:47 Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun