„Þetta var óþarflega spennandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 19:42 Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 21 stig í kvöld Vísir/Jón Gautur Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í íslenska liðinu og var ánægð með sigurinn. „Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
„Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira