Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 20:04 Sterku systurnar, frá vinstri, Sigríður, María og Guðrún Hulda. Með þeim er mamma þeirra, Jóna Konráðsdóttir og þjálfari þeirra, Þórunn Brynja Jónsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram. Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira