Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Rodri fékk Gullhnöttinn að þessu sinni og fulltrúi Íslands í kjörinu var sammála því. Hér mætir Rodri á hófið. Getty/Stephane Cardinale Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins. Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira