Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 10:31 Freyr Alexandersson þjálfari KV Kortrijk Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“ Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“
Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira