Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Christopher Nkunku hefur skorað sex mörk í fimm Evrópuleikjum fyrir Chelsea á tímabilinu. Chelsea skellti armenska liðinu Noah á Stamford Bridge. 8-0 varð niðurstaðan þegar allt kom til alls. Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður hjá gestunum. Sex mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Ísinn brotnaði á 12. mínútu þegar Tosin Adarabioyo kom boltanum yfir línuna. Marc Guiu, Axel Disasi og Joao Felix settu þrjú til viðbótar á næstu níu mínútum. Mykhaylo Mudryk komst svo á blað áður en Joao Felix potaði öðru marki inn rétt fyrir hálfleik. Sjöunda markið skoraði Christopher Nkunku á 69. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við af vítapunktinum sjö mínútum síðar. Hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum, sex mörk í fimm Evrópuleikjum þegar undankeppnin er talin með. Honum tókst hins vegar ekki að klára þrennuna, fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og Chelsea fór með afar öruggan 8-0 sigur. Með stórsigrinum endurheimti Chelsea efsta sæti Sambandsdeildarinnar. Legia Warsaw, Jagiellonia, Vitoria, Hedenheim og Rapid Wien eru einnig með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en verri markatölu. Sambandsdeild Evrópu
Chelsea skellti armenska liðinu Noah á Stamford Bridge. 8-0 varð niðurstaðan þegar allt kom til alls. Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður hjá gestunum. Sex mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Ísinn brotnaði á 12. mínútu þegar Tosin Adarabioyo kom boltanum yfir línuna. Marc Guiu, Axel Disasi og Joao Felix settu þrjú til viðbótar á næstu níu mínútum. Mykhaylo Mudryk komst svo á blað áður en Joao Felix potaði öðru marki inn rétt fyrir hálfleik. Sjöunda markið skoraði Christopher Nkunku á 69. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við af vítapunktinum sjö mínútum síðar. Hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum, sex mörk í fimm Evrópuleikjum þegar undankeppnin er talin með. Honum tókst hins vegar ekki að klára þrennuna, fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og Chelsea fór með afar öruggan 8-0 sigur. Með stórsigrinum endurheimti Chelsea efsta sæti Sambandsdeildarinnar. Legia Warsaw, Jagiellonia, Vitoria, Hedenheim og Rapid Wien eru einnig með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en verri markatölu.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“