Erlent

Repúblikanar ná meiri­hluta í öldunga­deildinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Þinghús Bandaríkjanna.
Þinghús Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana

Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað.

Enn er óljóst með nokkur sæti í öldungadeildinni og gætu Repúblikanar bætt við sig nokkrum til viðbótar. Demókratar hafa tryggt sér 42 sæti og eru sjö enn opin, ef svo má segja.

Þá er staðan enn nokkuð óljós þegar kemur að fulltrúadeildinni. Þar hafa Repúblikarnar tryggt sér 186 sæti, þegar þetta er skrifað, og Demókratar 161. Í heildina þarf 218 sæti til að tryggja sér meirihluta þar.

Það gæti tekið nokkra daga að skera úr um hvernig meirihlutinn mun líta út í fulltrúadeildinni næsta kjörtímabil.


Tengdar fréttir

Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í dag og valið sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir hafa bent til þess að lítill munur sé á fylgi þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni að neðan í allan dag og fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×