Sport

Ís­lendingar hjálpuðu við að setja heims­met í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi tók þátt í New York maraþoninu á sunnudaginn og sjást hlaupararnir fara yfir Verrazzano-Narrows brúna.
Gríðarlegur fjöldi tók þátt í New York maraþoninu á sunnudaginn og sjást hlaupararnir fara yfir Verrazzano-Narrows brúna. Getty/Craig T Fruchtman

Nýtt heimsmet var sett í New York maraþonhlaupinu um helgina. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í einu maraþonhlaupi.

Alls hlupu 55.646 manns í New York á sunnudaginn en hlaupið var víðs vegar um Manhattan og hin hverfin í New York. Hlaupið endaði síðan í Central Park.

Gamla metið var frá því í Berlín í september síðastliðnum en 54.280 byrjuðu það hlaup. Þjóðverjarnir héldu þó heimsmetinu ekki mjög lengi.

Af þeim tæplega 56 þúsund manns sem hlupu í New York maraþoninu þá voru næstum því 25 þúsund þeirra konur. Það er líka nýtt met.

Það var mögnuð sjón að sjá allan hópinn hlaupa af stað.

Abdi Nageeye vann hlaupið hjá körlunum en Sheila Chepkirui hjá konunum.

Fjöldi þjóða átti fulltrúa í New York maraþoninu og það voru líka Íslendingar sem hlupu í fjölmennasta markþonhlaupi sögunnar.

Þetta er líka eitt af risamaraþonhlaupum heimsins og það sést á þessari gríðarlegu þátttöku að vinsældir þess hafa aldrei verið meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×