Ríkjandi meistari stígur á svið Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Það mæta kanónur til leiks á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, með ríkjandi meistara Hallgrím Egilsson fremstan í flokki. Stöð 2 Sport Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira