Innlent

Ógnuðu af­greiðslu­manni með hníf

Lovísa Arnardóttir skrifar
Afgreiðslumanni var ógnað með hníf í gær í miðbænum.
Afgreiðslumanni var ógnað með hníf í gær í miðbænum. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðbæ. Þegar starfsmaður hafi ætlað að ræða við þjófana hafi einn þeirra dregið upp hníf og þeir svo hlaupið burt. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en fram kemur í dagbók lögreglu að lögregla telur sig vita hverjir þjófarnir eru.

Fjallað er um málið í dag bók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að tveir hafi gisti í fangageymslu í nótt og að 59 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglunnar frá því klukkan 17 til 5.

Þar segir einnig að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til rannsóknar líkamsárás sem tilkynnt var um í Hafnarfirði eða Garðabæ. Grunaður gerandi hljóp af vettvangi.

Þá segir í dagbókinni að skráningarmerki hafi verið tekin af tíu ökutækjum. Ýmist vegna skorts á tryggingum eða skoðun.


Tengdar fréttir

Neitaði að færa sig frá lögreglubíl

Lögregluþjónar handtóku í gær mann sem stóð í vegi lögreglubíls og neitaði að færa sig. Þar að auki neitaði hann að fara af lögreglustöð þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna um hann og var hann því vistaður í fangaklefa í nótt.

Fjórtán ára undir stýri

Lögregluþjónar stoppuðu í gærkvöldi bíl við hefðbundið eftirlit, þar sem fjórtán ára barn reyndist undir stýri. Jafnaldri ökumannsins var svo farþegi í bílnum en haft var samband við foreldra þeirra og voru börnin sótt á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×