Enski boltinn

Marka­drottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.
Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts. Getty Images/Patrick Goosen

Hin hollenska Vivianne Miedema, framherji Manchester City, verður frá keppni um ótilkominn tíma eftir aðgerð á hné.

Miedema samdi við Man City í sumar en hún hafði undanfarin ár spilað með Arsenal. Hennar síðasta ár í Lundúnum var litað af því að framherjinn var að snúa aftur eftir krossbandsslit.

Hún hafði byrjað tímabilið heldur rólega ef marka má hennar ótrúlegu tölfræði er hún lék með Arsenal en til þessa á leiktíðinni hafði Miedema skorað tvö mörk í samtals fimm leikjum í deild og Meistaradeild Evrópu.

Það er ljóst að hún þarf að bíða í dágóðan tíma eftir þriðja marki sinu fyrir þær ljósbláu þar sem hún verður frá keppni í einhvern tíma eftir aðgerðina.

Man City hefur byrjað tímabilið frábærlega og trónir á toppi ensku deildarinnar með 13 stig að loknum fimm leikjum. Meistarar Chelsea eru í 2. sæti með stigi minna en eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×