Innlent

Þjófnaður í verslun og eigna­spjöll

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna innbrota í geymslur í hverfi 105 í Reykjavík.
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna innbrota í geymslur í hverfi 105 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þjófnaðs í verslun í hverfi 201 í Kópavogi og eignaspjalla í hverfi 111 í Reykjavík.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. 

Tilkynnt var um umferðarslys í Mosfellsbæ þar sem ökumaður hafði ekið á skilti og hafnað utan vegar . Engin slys varð á fólki en bíllinn var óökuhæfur eftir slysið. Fram kemur að grunur hafi vaknað hjá lögreglu á vettvangi um að ökumaður væri undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda og var hann handtekinn og vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá segir að tilkynnt hafi verið um innbrot í geymslur í hverfi 105 í Reykjavík og er málið í rannsókn.

Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn til viðbótar sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum og án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×