Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 18:17 Shaw snýr ekki aftur á völlinn í bráð og getur því nýtt tímann í ræktinni. Charlotte Tattersall/Getty Images Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn. Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira