Karólína skoraði beint úr horni á móti þeim bandarísku: „Sjúklega ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 07:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt tíunda mark fyrir íslenska A-landsliðið þegar hún kom Íslandi yfir á móti Bandaríkjunum. @footballiceland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði ótrúlegt mark þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleik í Nashville í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Karólína Lea sagði eftir leikinn að þetta hafi verið söguleg þróun í leik liðsins síðan að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari. Íslenska liðið var lengi 1-0 yfir en fékk síðan á sig þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Það er verulega svekkjandi „Ég er bara mjög svekkt. Steini sagði að þetta hafi verið í fyrsta skiptið síðan hann tók við, þar sem við missum niður 1-0 forystu. Það er verulega svekkjandi,“ sagði Karólína Lea á miðlum KSÍ eftir leik. „Þær skora líka auðveld mörk og við hefðum getað gert betur í því. Auðvitað er þetta samt eitt af bestu landsliðum í heimi. Við byggjum bara ofan á þessa frammistöðu,“ sagði Karólína en eru þær sáttar við frammistöðuna í þessum tveimur leikjum á móti Ólympíumeisturunum? Voru inn í báðum leikjunum „Já ég held að við getum ekki verið annað en það. Við vorum inn í báðum leikjunum, skorum í báðum leikjunum og við áttum góða spilakafla inn á milli. Ég held því að við getum labbað sáttar frá borði,“ sagði Karólína. „Það var róterað mikið í þessum leikjum en það sást ekkert á liðinu að það hafi verið að breyta. Mér fannst gríðarlegur stígandi í báðum leikjunum,“ sagði Karólína. Hún skoraði eina mark íslenska liðsins og það með skoti beint úr horni. Hvernig var að sjá boltann í netinu? „Ég var bara gríðarlega sátt enda langt síðan að ég skoraði. Sjúklega ánægð,“ sagði Karólína. 🎙️ Viðtal við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, en hún skoraði mark beint úr horni í kvöld.#viðerumísland pic.twitter.com/NG9lavmU5e— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 28, 2024 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Karólína Lea sagði eftir leikinn að þetta hafi verið söguleg þróun í leik liðsins síðan að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari. Íslenska liðið var lengi 1-0 yfir en fékk síðan á sig þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Það er verulega svekkjandi „Ég er bara mjög svekkt. Steini sagði að þetta hafi verið í fyrsta skiptið síðan hann tók við, þar sem við missum niður 1-0 forystu. Það er verulega svekkjandi,“ sagði Karólína Lea á miðlum KSÍ eftir leik. „Þær skora líka auðveld mörk og við hefðum getað gert betur í því. Auðvitað er þetta samt eitt af bestu landsliðum í heimi. Við byggjum bara ofan á þessa frammistöðu,“ sagði Karólína en eru þær sáttar við frammistöðuna í þessum tveimur leikjum á móti Ólympíumeisturunum? Voru inn í báðum leikjunum „Já ég held að við getum ekki verið annað en það. Við vorum inn í báðum leikjunum, skorum í báðum leikjunum og við áttum góða spilakafla inn á milli. Ég held því að við getum labbað sáttar frá borði,“ sagði Karólína. „Það var róterað mikið í þessum leikjum en það sást ekkert á liðinu að það hafi verið að breyta. Mér fannst gríðarlegur stígandi í báðum leikjunum,“ sagði Karólína. Hún skoraði eina mark íslenska liðsins og það með skoti beint úr horni. Hvernig var að sjá boltann í netinu? „Ég var bara gríðarlega sátt enda langt síðan að ég skoraði. Sjúklega ánægð,“ sagði Karólína. 🎙️ Viðtal við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, en hún skoraði mark beint úr horni í kvöld.#viðerumísland pic.twitter.com/NG9lavmU5e— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 28, 2024
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira