Fótbolti

Myndaveisla frá Íslandsmeistarafögnuði Blika

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, lyftir Íslandsmeistaraskyldinum eftir sigur gærkvöldsins.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, lyftir Íslandsmeistaraskyldinum eftir sigur gærkvöldsins. Vísir/Anton Brink

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu í gær er liðið vann 3-0 sigur gegn Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla.

Breiðablik og Víkingur voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og því var um hreinan úrslitaleik að ræða. Víkingar voru með betri markatölu og nægði því jafntefli, en Blikar þurftu að sækja til sigurs.

Það er nákvæmlega það sem Blikar gerðu og tvö mörk frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni og eitt frá Aroni Bjarnasyni tryggðu Breiðabliki sinn þriðja Íslandsmeistaratitil.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. Myndir segja meira en þúsund orð og við leyfum því myndunum hér fyrir neðan að tala.

Það var hart tekist á inni á vellinum.Vísir/Anton Brink
Blys og læti.Vísir/Anton Brink

Blikar fagna þriðja markinu.Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink
Blikar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Anton Brink

Gleðin við völd.Vísir/Anton Brink

Stuðningsfólk Blika fjölmennti inn á völlinn í leikslok.Vísir/Anton Brink

Flugeldasýning í boði Breiðabliks.Vísir/Anton Brink

Halldór Árnason tók við Blikum fyrir tímabilið.Vísir/Anton Brink

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, umkrindur af stuðningsfólki.Vísir/Anton Brink

Oliver Sigurjónsson stýrði fjöldasöng.Vísir/Anton Brink

Skjöldurinn á loft.Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink

Ísak Snær Þrovaldsson skoraði tvö fyrir Blika í gær.Vísir/Anton Brink

Tengdar fréttir

„Langbesta liðið í þessari deild“

„Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×