Handbolti

Sterkur sigur stelpnanna á Sel­fossi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andrea Jacobsen skoraði sex fyrir Ísland í dag.
Andrea Jacobsen skoraði sex fyrir Ísland í dag. VÍSIR / diego

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti Pólverjum í seinni vináttulandsleik liðanna, 28-24.

Liðin mættust í Set-höllinni á Selfossi og íslensku stelpurnar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks. Íslenska liðið náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddi með þremur mörkum þegar liðin gegnu til búningsherbergja, staðan 14-11.

Íslensku stelpurnar höfðu áfram yfirhöndina í síðari hálfleik, en Pólverjar náðu í nokkur skipti að minnka muninn niður í tvö mörk. Nær komst pólska liðið þó ekki og íslensku stelpurnar fögnuðu að lokum fjögurra marka sigri, 28-24.

Katrín Anna Ásmundsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með sjö mörk og næst á eftir henni var Andrea Jacobsen með sex. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fimm skot í íslenska markinu og Hafdís Renötudóttir varði eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×