Innviðaskuldin mikla Grímur Atlason skrifar 26. október 2024 14:17 Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, biðlistum eftir aðgerðum og miklum erfiðleikum á bráðamóttöku. Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir eða nýuppgötvaður vandi: þetta hefur verið svona um árabil. Sorglegar fréttir úr geðheilbrigðiskerfinu undanfarna daga og vikur opinbera neyð á öllum stigum kerfisins. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Við ákváðum að setja þessi mál ekki ofar á forgangslistann. Heilbrigðismál – innviðaskuld Ef við skoðum opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VFL.) sl. 10 ár á Íslandi annars vegar og Danmörku og Svíþjóð hins vegar þá blasir stærsta skýring á stöðunni við. Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta hlutfall á Íslandi og í Svíþjóð og Danmörku og einnig hvernig þetta ætti að vera á Íslandi að teknu tilliti til þess að það er hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðiskerfi hér vegna smæðar landsins (sjá mynd 1). Mynd 1 - Hlutfall til heilbrigðismála af VLF. gögn frá Hagstofu Íslands, OECD og Danmarks statistik. Á þessari mynd sést að útgjöld Svíþjóðar á þessum áratug í heilbrigðiserfið voru að meðaltali 21,6% hærri en Íslands og útgjöld Danmerkur voru 15,9% hærri. Ef við hefðum tekið tillit til þess hve óhagkvæmt það er að reka heilbrigðiskerfi í jafn litlu landi og Ísland er þá hefðum við sett að meðaltali 31% hærra hlutfall af VLF í heilbrigðiskerfið en við gerðum þennan áratug. Veitið þið athygli að framlag Íslands er að meðtöldu fjármagni sem fer í byggingu nýs Landspítala sem útskýrir aukninguna til málaflokksins sl. fimm ár. Áratugalöng vanræksla okkar þýðir að innviðaskuldin er mörghundruð milljarðar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu há þessi skuld er sl. 10 ár (sjá mynd 2). Skuld við geðheilbrigðiskerfið samtals. Það gefur augaleið að heilbrigðiskerfið styrkist ekki á meðan það vanfjármagnað um meira en 50 milljarða ár hvert. Geðheilbrigðismál – innviðaskuld Geðheilbrigðismál á Íslandi eru metin um 25% af umfangi heilbrigðiskerfisins. Af heildarupphæð sem sett er í heilbrigðismál fara 4,9% í geðheilbrigðismál. Það segir sig sjálft að þarna vantar mikið upp á. Það er þó ekki þannig að geðheilbrigðismál ætti að fá 25% hluta framlagsins, eins og umfangið segir til um, þar sem margt innan kerfisins er miklu dýrara en t.d. hefðbundin meðferð á geðdeild. Þannig kostar svo dæmi sé tekið nótt á gjörgæslu umtalsvert meira en nótt á deild 33-C. Það er hins vegar ljóst að 4,9% er allt of lítið. Í Svíþjóð og Danmörku er þetta hlutfall í kringum 10-12%. Ef við gefum okkur að hlutfallið ætti að vera 11% og notum sömu aðferð og við útreikningana hér á undan þá er niðurstaðan þessi (sjá mynd 3). Skuld við heilbrigðiskerfið samtals. Sorglegar og alvarlegar afleiðingar Afleiðingar þess að hafa svelt heilbrigðiskerfið um 500 til 552 milljarða og þar af geðheilbrigðiskerfið um 173 til 190 milljarða eru allt um kring. Við sjáum þær m.a. í starfsmannaveltu, mönnunarvanda, flótta úr heilbrigðisstéttum, biðlistum, fráflæðisvanda, þjónustuleysi, læknamistökum og ójöfnuði sem fylgir fjársveltu heilbrigðiskerfi. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa líka við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Þegar stjórnmálamenn mæta núna fyrir kosningar og tromma það upp að hælisleitendur séu stóri vandinn í íslensku samfélagi þá eru þeir að afvegaleiða umræðuna. Það er ekki vegna þeirra sem maður er enn innilokaður á réttargeðdeild fimm árum eftir að læknir mat hann hæfan til að flytja í sérútbúið búsetuúrræði. Það er ekki vegna þeirra að fólk er flutt hreppaflutningum á milli landshluta vegna úrræðaleysis. Það er ekki vegna þeirra sem við látum einkaaðila um að reka vistun fyrir börn í vanda þrátt fyrir alvarlegar ábendingar um ágalla á starfseminni m.a. frá umboðsmanni Alþingis sl. sumar. Það er ekki vegna þeirra að tilkynningar til barnaverndar um börn sem beita ofbeldi jukust um 133% á milli áranna 2016 og 2023 og meiriháttar og stórfelldar líkamsárásir ungmenna jukust um 188% frá 2019 til 2023. Það er ekki vegna þeirra sem bið eftir að komast til geðlæknis er 12 til 18 mánuðir. Það er ekki vegna þeirra að geðdeildum er lokað yfir sumarmánuðina. Það er ekki vegna þeirra sem Stuðlar skertu þjónustu í sumar. Það er ekki vegna þeirra sem helsta dánarorsök ungs fólks er of stór skammtur eða sjálfsvíg. Það er ekki vegna þeirra sem fólk með fíknivanda deyr á biðlistum. Það er ekki vegna þeirra sem börn eru skilin eftir í óboðlegum aðstæðum og aðstandendur þeirra fá ekki aðstoð. Það er ekki vegna þeirra sem biðlisti eftir hjúkrunarheimilum er jafn langur og raun ber vitni. Það er ekki vegna þeirra sem húsnæði geðdeilda á Íslandi er geðfjandsamlegt. Það er ekki vegna þeirra sem geðheilbrigðisþjónusta við fanga er nær engin. Þessi listi er svo miklu, miklu lengri. Þarna má sjá afleiðingar þess að við sem samfélag ákváðum að heilbrigðismál og þá sérstaklega geðheilbrigðismál voru ekki sett í forgang. Stjórnmálamenn hunsuðu 85 þúsund undirskriftir Íslendinga árið 2016, í söfnun sem Kári Stefánsson stóð fyrir, þar sem farið var fram á að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11% af VFL. Þess vegna er staðan svona. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru afleiðingarnar. Þetta er innviðaskuldin mikla. Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, biðlistum eftir aðgerðum og miklum erfiðleikum á bráðamóttöku. Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir eða nýuppgötvaður vandi: þetta hefur verið svona um árabil. Sorglegar fréttir úr geðheilbrigðiskerfinu undanfarna daga og vikur opinbera neyð á öllum stigum kerfisins. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Við ákváðum að setja þessi mál ekki ofar á forgangslistann. Heilbrigðismál – innviðaskuld Ef við skoðum opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VFL.) sl. 10 ár á Íslandi annars vegar og Danmörku og Svíþjóð hins vegar þá blasir stærsta skýring á stöðunni við. Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta hlutfall á Íslandi og í Svíþjóð og Danmörku og einnig hvernig þetta ætti að vera á Íslandi að teknu tilliti til þess að það er hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðiskerfi hér vegna smæðar landsins (sjá mynd 1). Mynd 1 - Hlutfall til heilbrigðismála af VLF. gögn frá Hagstofu Íslands, OECD og Danmarks statistik. Á þessari mynd sést að útgjöld Svíþjóðar á þessum áratug í heilbrigðiserfið voru að meðaltali 21,6% hærri en Íslands og útgjöld Danmerkur voru 15,9% hærri. Ef við hefðum tekið tillit til þess hve óhagkvæmt það er að reka heilbrigðiskerfi í jafn litlu landi og Ísland er þá hefðum við sett að meðaltali 31% hærra hlutfall af VLF í heilbrigðiskerfið en við gerðum þennan áratug. Veitið þið athygli að framlag Íslands er að meðtöldu fjármagni sem fer í byggingu nýs Landspítala sem útskýrir aukninguna til málaflokksins sl. fimm ár. Áratugalöng vanræksla okkar þýðir að innviðaskuldin er mörghundruð milljarðar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu há þessi skuld er sl. 10 ár (sjá mynd 2). Skuld við geðheilbrigðiskerfið samtals. Það gefur augaleið að heilbrigðiskerfið styrkist ekki á meðan það vanfjármagnað um meira en 50 milljarða ár hvert. Geðheilbrigðismál – innviðaskuld Geðheilbrigðismál á Íslandi eru metin um 25% af umfangi heilbrigðiskerfisins. Af heildarupphæð sem sett er í heilbrigðismál fara 4,9% í geðheilbrigðismál. Það segir sig sjálft að þarna vantar mikið upp á. Það er þó ekki þannig að geðheilbrigðismál ætti að fá 25% hluta framlagsins, eins og umfangið segir til um, þar sem margt innan kerfisins er miklu dýrara en t.d. hefðbundin meðferð á geðdeild. Þannig kostar svo dæmi sé tekið nótt á gjörgæslu umtalsvert meira en nótt á deild 33-C. Það er hins vegar ljóst að 4,9% er allt of lítið. Í Svíþjóð og Danmörku er þetta hlutfall í kringum 10-12%. Ef við gefum okkur að hlutfallið ætti að vera 11% og notum sömu aðferð og við útreikningana hér á undan þá er niðurstaðan þessi (sjá mynd 3). Skuld við heilbrigðiskerfið samtals. Sorglegar og alvarlegar afleiðingar Afleiðingar þess að hafa svelt heilbrigðiskerfið um 500 til 552 milljarða og þar af geðheilbrigðiskerfið um 173 til 190 milljarða eru allt um kring. Við sjáum þær m.a. í starfsmannaveltu, mönnunarvanda, flótta úr heilbrigðisstéttum, biðlistum, fráflæðisvanda, þjónustuleysi, læknamistökum og ójöfnuði sem fylgir fjársveltu heilbrigðiskerfi. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa líka við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Þegar stjórnmálamenn mæta núna fyrir kosningar og tromma það upp að hælisleitendur séu stóri vandinn í íslensku samfélagi þá eru þeir að afvegaleiða umræðuna. Það er ekki vegna þeirra sem maður er enn innilokaður á réttargeðdeild fimm árum eftir að læknir mat hann hæfan til að flytja í sérútbúið búsetuúrræði. Það er ekki vegna þeirra að fólk er flutt hreppaflutningum á milli landshluta vegna úrræðaleysis. Það er ekki vegna þeirra sem við látum einkaaðila um að reka vistun fyrir börn í vanda þrátt fyrir alvarlegar ábendingar um ágalla á starfseminni m.a. frá umboðsmanni Alþingis sl. sumar. Það er ekki vegna þeirra að tilkynningar til barnaverndar um börn sem beita ofbeldi jukust um 133% á milli áranna 2016 og 2023 og meiriháttar og stórfelldar líkamsárásir ungmenna jukust um 188% frá 2019 til 2023. Það er ekki vegna þeirra sem bið eftir að komast til geðlæknis er 12 til 18 mánuðir. Það er ekki vegna þeirra að geðdeildum er lokað yfir sumarmánuðina. Það er ekki vegna þeirra sem Stuðlar skertu þjónustu í sumar. Það er ekki vegna þeirra sem helsta dánarorsök ungs fólks er of stór skammtur eða sjálfsvíg. Það er ekki vegna þeirra sem fólk með fíknivanda deyr á biðlistum. Það er ekki vegna þeirra sem börn eru skilin eftir í óboðlegum aðstæðum og aðstandendur þeirra fá ekki aðstoð. Það er ekki vegna þeirra sem biðlisti eftir hjúkrunarheimilum er jafn langur og raun ber vitni. Það er ekki vegna þeirra sem húsnæði geðdeilda á Íslandi er geðfjandsamlegt. Það er ekki vegna þeirra sem geðheilbrigðisþjónusta við fanga er nær engin. Þessi listi er svo miklu, miklu lengri. Þarna má sjá afleiðingar þess að við sem samfélag ákváðum að heilbrigðismál og þá sérstaklega geðheilbrigðismál voru ekki sett í forgang. Stjórnmálamenn hunsuðu 85 þúsund undirskriftir Íslendinga árið 2016, í söfnun sem Kári Stefánsson stóð fyrir, þar sem farið var fram á að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11% af VFL. Þess vegna er staðan svona. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru afleiðingarnar. Þetta er innviðaskuldin mikla. Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar