Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. október 2024 08:02 Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun