Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 14:36 Jón Magnús Kristjánsson er vonsvikinn með niðurstöðuna. vísir/arnar Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. „Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46