„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. október 2024 21:41 Pétur getur í það minnsta huggað sig við það að vera í fanta formi Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. Leikurinn var jafn og spennandi þar til í lokin þegar Keflvíkingar virtust hreinlega verða bensínlausir en liðið skoraði aðeins 13 stig í loka leikhlutanum. Aðspurður hvað gerðist þar gat Pétur ekki gefið neinar haldbærar skýringar. „Já, það er góð spurning. Við hittum ekki vel og þeir hittu vel.“ Það er ekki flóknara en það? „Hugsanlega ekki, en af hverju hittum við ekki vel og af hverju hittu þeir vel? Það er kannski spurningin.“ Wendell Green, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, fór meiddur af velli í stöðunni 81-74, en Pétur vildi ekki meina að það hefði verið neinn sérstakur vendipunktur í leiknum. „Ég held að hann hefði kannski ekkert breytt þessu einn. Þetta er liðsíþrótt og við þurfum aðeins eitthvað að skoða okkar mál.“ Næstu þrír leikir Keflavíkur eru gegn nýliðum KR og ÍR og gegn sigurlausu liði Hauka. Fyrirfram ættu þetta að vera þrír skyldusigrar en Pétur nálgast þessa leiki af varfærni í ljósi stöðunnar. „Við vorum ekki að stefna að því að vera í botnbaráttu. Að sjálfsögðu. Liðið hefur fullt af hæfileikum sem ég hef en við erum bara ekki alveg að finna lausnir á því sem við erum að gera inn á vellinum. Hvorki sóknar- né varnarlega.“ Keflvíkingar virkuðu orkulausir í lokin, en Pétur taldi ástæðuna þó ekki vera að hann væri að ofgera mönnum á æfingum. „Ég held að það sé akkúrat öfugt. Ég þarf að taka aðeins harðar á þeim og við þurfum aðeins að hlaupa meira, sýnist mér. Þegar þjálfarinn er í besta forminu af leikmönnum þá er það ekki nógu gott.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi þar til í lokin þegar Keflvíkingar virtust hreinlega verða bensínlausir en liðið skoraði aðeins 13 stig í loka leikhlutanum. Aðspurður hvað gerðist þar gat Pétur ekki gefið neinar haldbærar skýringar. „Já, það er góð spurning. Við hittum ekki vel og þeir hittu vel.“ Það er ekki flóknara en það? „Hugsanlega ekki, en af hverju hittum við ekki vel og af hverju hittu þeir vel? Það er kannski spurningin.“ Wendell Green, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, fór meiddur af velli í stöðunni 81-74, en Pétur vildi ekki meina að það hefði verið neinn sérstakur vendipunktur í leiknum. „Ég held að hann hefði kannski ekkert breytt þessu einn. Þetta er liðsíþrótt og við þurfum aðeins eitthvað að skoða okkar mál.“ Næstu þrír leikir Keflavíkur eru gegn nýliðum KR og ÍR og gegn sigurlausu liði Hauka. Fyrirfram ættu þetta að vera þrír skyldusigrar en Pétur nálgast þessa leiki af varfærni í ljósi stöðunnar. „Við vorum ekki að stefna að því að vera í botnbaráttu. Að sjálfsögðu. Liðið hefur fullt af hæfileikum sem ég hef en við erum bara ekki alveg að finna lausnir á því sem við erum að gera inn á vellinum. Hvorki sóknar- né varnarlega.“ Keflvíkingar virkuðu orkulausir í lokin, en Pétur taldi ástæðuna þó ekki vera að hann væri að ofgera mönnum á æfingum. „Ég held að það sé akkúrat öfugt. Ég þarf að taka aðeins harðar á þeim og við þurfum aðeins að hlaupa meira, sýnist mér. Þegar þjálfarinn er í besta forminu af leikmönnum þá er það ekki nógu gott.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira